Fyrstu 20 dagar maímánađar 2016

Lítum á stöđu međaltala eftir 20. fyrstu daga mánađarins. Efri hluti töflunnar miđar viđ 1961 til 1990, en sá neđri viđ síđustu tíu ár.

1. til 20. maí 2016        
1961-1990mhitivikúrk(mm)prósentţrýstingurviksólskinvik
Reykjavík5,80,27,2231013,31,6104,7-14,9
Stykkishólmur5,11,05,7241014,02,5  
Akureyri5,41,011,91101012,6-0,8  
Dalatangi3,91,254,991    
         
2006-2015mhitivikúrk(mm)prósentţrýstingurviksólskinvik
Reykjavík5,8-0,67,2251013,31,6104,7-52,4
Stykkishólmur5,1-0,15,7231014,01,0  
Akureyri5,40,311,9621012,6-0,9  
Dalatangi3,90,454,960    

Hitinn er rétt yfir međallagi áranna 1961 til 1990, en rétt neđan međallags síđustu tíu ára. Úrkoman er mjög lítil í Reykjavík og Stykkishólmi, ađeins fjórđungur međalúrkomu, sama er hvort tímabiliđ er miđađ viđ. Hún er líka vel undir međallagi síđustu tíu ára á Akureyri og Dalatanga (um 60 prósent) - en nćrri međallagi 1961-1990 - maímánuđir síđustu tíu ára virđast hafa veriđ fremur úrkomusamir norđaustan- og austanlands miđađ viđ ţađ sem var á fyrra (og lengra) tímabilinu. 

Ţrýstingurinn er ekki fjarri međallagi - ţarf ađ líta betur á ţrýstinginn eystra (ekki sýndur). Sólskinsstundir í Reykjavík eru fćrri en í međalári - sérstaklega sé miđađ viđ síđustu tíu árin. 

Úrkoma til og međ 20. maí - minni en áđur hefur mćlst á sama tíma
     
úrk (mm)eldra áreldra metbyrjarnafn
5,719956,41988Stafholtsey
9,8201212,41995Hítardalur
10,2200716,51997Bláfeldur
4,719688,41978Vatnsskarđshólar
     
7,219979,81990Hjarđarland
5,1201210,31972Írafoss
6,4200510,11995Vogsósar

Á nokkrum stöđvum er úrkoma nú minni en áđur hefur mćlst sömu daga í maí og sýnir taflan hvađa stöđvar ţetta eru. - Rétt ađ taka fram ađ líka er leitađ ađ lćgri tölum á Loftsölum í Mýrdal - ţar var athugađ áđur en byrjađ var í Vatnsskarđshólum 1977 - nćst kemst maí 1968 međ 8,4 mm ţar. 

Mjög lítil úrkoma hefur mćlst í Vestmannaeyjum (sjálfvirkar athuganir) - kannski minni en áđur hefur falliđ ţar í maí. En óttalegt ólag hefur veriđ á ţeim mćlingum - en svona er kostnađarvćđingin - algjörlega miskunnarlaus - og stođar lítt ađ kveina. Vonandi ađ eitthvađ hressist - en götin eru afleit og ćpandi á stađ ţar sem mćlt hefur veriđ í hátt í 140 ár. 

En ţurrkurinn er sum sé óvenjulegastur á syđstu veđurstöđvum landsins - ekki hefur veriđ lengi mćlt í Önundarhorni og í Drangshlíđardal undir Eyjafjöllum - en ţar er úrkoma nú minni en 3 mm ţađ sem af er mánuđi. - Ákveđiđ áhyggjuefni fyrir gróđur, hlýtur ađ vera. - Nyrđra er blautara. 

Sjálfvirkar mćlingar hafa almennt gengiđ heldur betur á Siglufirđi - alla vega á rigningarhluta ársins. Ţar hafa nú komiđ 152,3 mm í mćlinn - og 92,2 mm hafa mćlst á Sauđanesvita. Á ţremur stöđvum hefur úrkoma dagana 20 veriđ meiri en áđur er ţekkt sömu daga mánađarins. Ţađ er í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ásbjarnarstöđum á Vatnsnesi. - Minnugir lesendur hungurdiska muna e.t.v. ađ evrópureiknimiđstöđin varađi sérstaklega viđ mikilli úrkomu á ţessum slóđum um daginn - réttilega - kom á daginn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

skyldum viđ ekki stunda íslenska bjartsíni gróđursetjum pálmatré viđ suđurströnd íslands auglýsum síđan upp bađströnd norđursins međ svarta sanda. hljótum ađ fá mikkla ađsókn. ađ gamni sleptu. ţettađ virđist ţví miđur vera orđin árviss viđburđur hvađ veldur er erfitt ađ spá. nú er talađ um hlínun ein keníng sem ég hef lesiđ er ađ sumarhitinn breitist lítiđ en veturin verđur hlíri. eru merki um slígt. eins finst mér lćgđirnar hegđa sér skrítilega viđ grćnland. annađhvort fara ţćr inn grćnlandshaf eđa ţćr skoppa af horni suđur fyrir land. hvort lćkkun grćnladsjökuls sé skýríngin er kanski vont ađ sjá. meigum viđ ţá búast viđ votu sumri ef aldiđ er í hefđirnar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 21.5.2016 kl. 10:15

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

 Mér sýnist úrkomumćlarnir séu í lagi á Vestmannaeyjarstöđvunum í ţessum maímánuđi. Úrkomumćlirinn á Sórhöfđa virđist mér t.d. ađ virka vel eftir seinni viđgerđ ársins.

Munurinn á stöđvunum í maí er sennilega vegna skúrademba.

Ég legg til ađ allar gamlar og góđar veđurstöđvar sem lenda í allsjálfvirkni, ađ ţađ verđi tvöfalt kerfi í gangi. Ţ.a.s. ef mćlitćki bilar ţá tekur hitt viđ. Ţá er kannski minna um alvarleg stórgöt á gagnasögu, eins gerđist í vetur í úrkomusögu Stórhöfđa.

Pálmi Freyr Óskarsson, 21.5.2016 kl. 16:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg220120a
 • w-180120ia
 • w-blogg180120a
 • w-blogg-150120a
 • w-blogg140120b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 260
 • Sl. sólarhring: 522
 • Sl. viku: 3112
 • Frá upphafi: 1881086

Annađ

 • Innlit í dag: 234
 • Innlit sl. viku: 2797
 • Gestir í dag: 231
 • IP-tölur í dag: 227

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband