22.5.2016 | 02:09
Háloftavindaþróun - eitthvað til að velta vöngum yfir?
Haustið 2014 velti ritstjóri hungurdiska sér upp úr þróun hitafars í háloftunum yfir Keflavíkurflugvelli. Langminnugir muna býsna athyglisverða útkomu - en aðrir áhugasamir geta farið í flettingar gamalla pistla.
Nú lítum við á vindáttir háloftanna - hafa einhverjar merkjanlegar breytingar orðið á þeim að undanförnu? Að vetrarlagi eru austlægar áttir ríkjandi í allra neðstu lögum lofthjúpsins yfir Íslandi - en annars er vestanáttin allsráðandi - alveg upp úr. Að sumarlagi er þessu öðru vísi farið. Þá er austanátt ríkjandi í heiðhvolfinu, en vestanáttin heldur velli neðar - (og austanáttin neðst slaknar miðað við veturinn).
Aðalatriðin sjást vonandi á skýringarmyndinni - sem er einskonar þversnið af lofhjúpnum yfir Íslandi að sumarlagi.
Efsti hluti myndarinnar sýnir stöðuna í 90 km hæð - þar heita miðhvörf, þar er vestanátt á sumrin. Austanátt ríkir í heiðhvolfinu - vel niður fyrir 20 km - þar sem vestanátt tekur við - og vex hún niður á við í átt að veðrahvörfum þar sem hún er í hámarki. Síðan dregur úr eftir því sem neðar kemur - og greina má slaka austanátt neðst. Rétt er að taka fram að þetta eru meðaltöl - í veðrahvolfinu er mjög mikill breytileiki frá degi til dags og jafnvel frá ári til árs.
Þrátt fyrir breytileika er þetta ástand í aðalatriðum nokkuð stöðugt - og mjög miklar veðurfarsbreytingar þarf til að valda grundvallarröskun á því. - Hnattræn hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum er líklega ekki nægileg - það ætti e.t.v. að segja örugglega ekki nægileg - en aldrei að segja aldrei - alls konar skrímsli geta legið í leyni.
Þrátt fyrir stöðugleika megindráttanna eru ýmsar lúmskar breytingar mögulegar. Við skulum nefna þrjár.
i) Breytingar á rófi vestanáttarinnar í veðrahvolfinu - hún er ekki jafnstríð, heldur gengur hún í missterkum hrinum - jafnvel austanátt á milli. Hrinutíðni getur breyst - án þess að meðalstyrkurinn breytist að marki. Þessi möguleiki er mikið ræddur á fræðavettvangi - birtist sem vangaveltur um breytingar á tíðni kuldakasta og hitabylgna - og er þannig oft í fréttum.
ii) Hæð áttaskiptanna í neðri hluta heiðhvolfsins getur breyst. Austanáttin ofar gæti færst neðar - þessu er almennt lítill gaumur gefinn hér á norðurslóðum - varla neitt - satt best að segja. - En mjög mikið er rætt um áttaskil og hegðan þeirra yfir hitabeltinu - og tengsl við veðurfarsbreytingar. - Mjög erfið umræða og flókin - hefur staðið í áratugi.
iii) Breytingar á sumaraustanátt heiðhvolfsins - þá vegna ósoneyðingar - virðist hafa áhrif á suðurhveli jarðar - ritstjórinn ekki vel inn í þeirri umræðu hvað sumarið varðar, en engar fréttir hafa borist af slíkum áhrifum á norðurhveli - þau eru þó vel hugsanleg - sérstakalega við árstíðaskiptin haust og vor.
En hvað segja háloftaathuganir yfir Keflavíkurflugvelli um þetta - er eitthvað þar að sjá? Það er nú það. Rétt að fullyrða ekki neitt en lítum á eina mynd.
Lárétti ásinn sýnir árin frá 1950. Upplýsingar um stöðuna ofan við 15 km hæð eru ekki í gagnagrunninum nema aftur til 1973. Lóðrétti ásinn sýnir hlut austlægra átta í öllum athugunum sumarmánaðanna júní, júlí og ágúst. Því hærra sem þetta hlutfall er - því tíðari eru austanáttirnar.
Línurnar eru 7-ára keðjumeðaltöl. Græni ferillinn sýnir tíðni austanátta í 30 hPa - um 24 km hæð - vel inni í austanáttum heiðhvolfsins. Þarna virðist lítið hafa gerst - austanáttir ríkja meir en 90 prósent tímans - væntanlega skiptir í vestur á aðeins misjöfnum tíma seint í águst.
Blái ferillinn sýnir meðaltal heiðhvolfsins (100, 70, 50 og 30 hPa). Þarna hefur austanáttin aukið hlut sinn um 10 prósent síðustu 20 árin. Bleiki ferillinn (sá neðsti) sýnir fjarlægðina á milli græna og bláa ferilsins. - Hún hefur farið minnkandi. Er eitthvað á seyði?
Rauði ferillinn sýnir stöðuna í veðrahvolfinu (300, 500, 700 og 850 hPa) - þar hefur hlutur austanáttar líka aukist um nærri 10 prósent. Breytingar í neðsta hluta heiðhvolfs og í veðrahvolfi virðast fylgjast að.
Við höfum enga hugmynd um hversu marktækar breytingar þetta eru, hvort þær muni ganga til baka eða aukast enn frekar. Við vitum ekki heldur hvort þeirra gætir á norðurhveli öllu - eða hvort þær eru aðeins staðbundnar.
Mörgu þarf - og á - að gefa gaum - fleiru en meðalhita jarðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1017
- Sl. sólarhring: 1110
- Sl. viku: 3407
- Frá upphafi: 2426439
Annað
- Innlit í dag: 906
- Innlit sl. viku: 3062
- Gestir í dag: 882
- IP-tölur í dag: 816
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.