12.5.2016 | 23:54
Og enn af sjávarhita
Enn skal róið á sjávarhitamiðin - þótt margir hafi tapað þræði - og sakna hans sjálfsagt ekki. Við látum okkur nægja að líta á þrjár myndir - ekki sérlega skýrar en þær skána við stækkun - og eru svo auðvitað aðgengilegar í frumheimildum - þær má allar finna á netinu eftir tilvísun í myndartextum.
Fyrsta mynd er úr grein sem ritstjóri hungurdiska á reyndar aðild að. Þar var kynnt til sögunnar hitaröð sem búin er til úr ársmeðalhita fjögurra stöðva, einni á Íslandi, annarri á Grænlandi, þeirri þriðju í Svíþjóð og fjórðu við Hvítahaf í Rússlandi. Hitaröð þessi nær aftur til 1802.
Kortið sýnir Norður-Atlantshaf - allt suður fyrir hvarfbaug. Litirnir sýna fylgni á milli hitaraðarinnar áðurnefndu og sjávarhita á svæðinu. Eins og vænta mátti er fylgnin góð við sjávarhita í Noregshafi og kringum Ísland - næst mælistöðvunum. Þar sunnan við er stórt svæði þar sem fylgni er lítil sem engin - hiti þar segir ekkert til um hita norðar - sama hvort hlýtt er eða kalt. Þar enn fyrir sunnan er hins vegar svæði þar sem fylgni er mun meiri. - Þess má geta að mjög hlýtt er á þessu svæði um þessar mundir - þótt kalt sé á ósamhengissvæðinu fyrir suðvestan land.
Ekki er rétt að taka fylgnimyndir sem þessa allt of hátíðlega - þótt það sýnist oft gert með miklum þunga - sýni þær eitthvað sem menn svo túlka sem spá um yfirvofandi kulda. -
En hvað um það - Atlantshafið er mjög oft röndótt á fylgnimyndum - breiðir borðar liggja frá vestri til austurs - þar sem mikil og lítil - eða jafnvel gagnstæð fylgni skiptast á. Á langflestum myndanna má greina þrjá - eða fjóra - borða. Staðvindasvæðin (sunnan háfylgnisvæðisins) á myndinni hér að ofan - og svæðið sunnan Grænlands fylgjast gjarnan að í sama lit - en kjarnasvæði Golfstraumsins suðurjaðar hans eru úr takti - í öðrum lit. Norðurslóðir - hugsanlegur fjórði borði - fylgir Golfstraumslitnum.
Farið er að kalla þetta mynstur North Atlantic Sea Surface Tempterature Tripole - við látum vera að þýða nafngiftina - í bili. Þeir sem leita geta fundið það á fjölda mynda og í greinum á netinu. Ekki eru þessar myndir þó eins - jafnvel nokkuð ólíkar - og ekki alltaf vísað á sömu þrjá borðana - sem þrípólinn.
Kannski er eitthvað til í þessu. - Ritstjóra hungurdiska finnst þó tilefni til ákveðinnar varúðar í ályktanagleði - sérstaklega hvað varðar löng tímabil - eða þá framtíðina. - En sé þetta rétt er meir en full ástæða til þess að taka fullyrðingum um að hiti í N-Atlantshafinu í hreyfist í einhverjum heildartakti sameiginlegrar hlýnunar og kólnunar sem teygir sig til allra þess skanka af varúð.
En lítum á fleiri myndir. - Næst er mynd sem sést nokkuð vitnað til - eða ættingja hennar.
Hér má sjá hitavik á mismunandi dýpi í Labradorhafi á árunum frá 1950 fram á árið 2014. Blái ferillinn tekur til 0 til 200 metra, sá græni á við 200 til 500 metra og sá rauði 500 til 1000 metra dýpis. Í greininni eru sams konar myndir sem sýna seltu og skynvarma. Áhugasamir geta rýnt í þessa mynd og séð sitthvað athyglisvert - en hér skulum við aðeins líta á stærsta einstaka atburðinn.
Munum að hlýskeiðið mikla á 20. öld endaði hér á landi með braki á árinu 1965 (gallar voru komnir í það aðeins fyrr) - og mjög kalt var hér síðan á árunum 1966 til 1971 - við tölum um hafísárin. Fyrri hluti þess tímabils var sérlega hlýr í Labradorhafi - allt frá yfirborði niður í þá 1000 metra sem mest sjást hér. - Ekki er nokkur leið að sjá að hiti þar hafi á nokkurn hátt haft forspárgildi um hita hér á landi - heldur miklu fremur hið gagnstæða.
Síðan verður mjög snögg kólnun - og er hiti í yfirborðslögum kominn í lágmark árið 1970 - en takið eftir því að þá er hlýjast í neðri lögunum - langan tíma tekur fyrir fréttir að ofan að berast niður - enginn sjór sekkur. Ástæðan er ferskur sjór sem kom inn á svæðið - sá sjór kom alla leið norðan úr Íshafi - um Framsund, svo Grænlandssund og suður fyrir Hvarf.
Það var ekki fyrr en 1972 að fréttir fóru aftur að berast niður - en þá hafði einmitt gengið til þrálátra norðvestanátta á svæðinu sem tókst með kulda og trekki að kæla sjóinn nægilega til þess að hann fór aftur að missa flot og blöndun gat hafist að nýju.
En eftir ferskvatnsgusuna og blöndunina var heildarsaltmagn efstu 1000 metranna samt minna en áður - og langan tíma tók að jafna það ástand út aftur. Þá velta menn vöngum yfir því hvort enn dýpri blöndun hafi stöðvast um lengri tíma - og þar með hafi orðið heildaraflminnkun á veltuhringrásinni (sjá fyrri pistil) - en ekkert sérstakt bendir þó til þess að svo hafi orðið.
Neðst á myndinni er línurit sem sýnir breytileika NAO-tölunnar á sama tímabili - nokkur líkindi má sjá með því og hitalínuritunum - enda er fylgni milli tölunnar og hita á Vestur-Grænlandi mjög mikil - hiti á Vestur-Grænlandi segir einn og sér mikið um norðvestanþræsinginn í Labradorhafi - og þar með kælingu yfirborðs sjávar á þeim slóðum. Samband NAO-tölunnar og hita á Íslandi er hins vegar ekkert - enda er NAO-talan ekki einhlítur mælikvarði á hringrás lofthjúpsins á svæðinu - þótt því sé allt of oft haldið fram - auðvitað af þekkingarleysi.
NAO-talan er hins vegar allrar athygli verð og hefur verið mjög óróleg síðustu árin - reyndar efni í sérstakan hungurdiskapistil - kannski við lítum á það mál síðar.
Þriðja og síðasta mynd dagsins lítur til fortíðar - hér má sjá ágiskun um sumaryfirborðshita sjávar síðustu 200 árin á svæði langt suðvestur á Reykjaneshrygg. - Ágiskunin er gerð með hjálp samsætugreiningar á sjávarbotnskjarna og birtist í tímaritinu Climate Dynamics fyrir nokkrum árum (sjá tilvitnun á mynd).
Því er ekki að neita að ritstjóri hungurdiska hrökk nokkuð við þegar hann leit á myndina. Ferlarnir eiga að sýna sjávarhitann á tímabilinu 1770 fram yfir árið 2000. Hann leitar heldur upp á við þegar á heildina er litið (hnattræn hlýnun?), en eitt sérlegt hámark er þó mest áberandi. Það á sér stað á tímabilinu 1860 og rétt fram yfir 1880.
Þetta vekur mikla furðu satt best að segja - því þetta er einmitt kaldasta skeið mælisögunnar hér á landi - ásamt árunum í kringum 1810. Getur verið að sjórinn fyrir suðvestan land hafi í raun og veru verið svona hlýr - og Íslandshitinn engar fréttir haft af því? Það er nú það.
Hér er alla vega rétt að halda sönsum og hrapa ekki um of að allsherjarályktunum. Túlkun á tengslum veðurvitna við raunverulegt veður fer oft illa úrskeiðis - mörg dæmi sanna það - en þar til meiri gögn berast - eða einhver til þess bær fræðimaður skýtur þetta línurit í kaf - skulum við samt gefa því möguleika á að vera rétt.
Þarf endilega að hafa verið kalt á þessum slóðum þegar kalt var hér á landi? Slæðingur er til af sjávarhitamælingum frá þessum tíma - og styðja þær heldur við myndina frekar en hitt. -
Við sáum á fyrstu mynd dagsins að samband hita við norðaustanvert Atlantshaf við sjávarhita suðvestur af Íslandi er almennt rýrt. Við sáum af annarri myndinni að hlýtt var sunnan Grænlands í nokkur ár eftir að kuldarnir byrjuðu hér á landi á 6. áratug 20. aldarinnar. - Ekkert samband var þau árin á milli hita á þeim slóðum og hér á landi. Ef við tökum þriðju myndina alveg bókstaflega verðum við að draga þá ályktun að hiti hér á landi spái ekki heldur fyrir um sjávarhita fyrir suðvestan land - hér geti verið kalt langtímum saman án þess að eitthvað óhjákvæmilegt gerist sunnan Grænlands.
Heildarlærdómur myndanna þriggja er margvíslegur - t.d. sá að ekki sé rétt að vera með altæka spádóma á grunni staðbundinnar kólnunar eða hlýnunar - þótt um raunveruleg merki eða markverða atburði að ræða vitum við ekki endilega hvað þeir hafa síðar í för með sér. Kerfið er flókið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 988
- Sl. sólarhring: 1102
- Sl. viku: 3378
- Frá upphafi: 2426410
Annað
- Innlit í dag: 881
- Innlit sl. viku: 3037
- Gestir í dag: 861
- IP-tölur í dag: 795
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk Trausti enn og aftur fyrir fróðleikann! Við mannkyn eigum greinilega mikið eftir órannsakað um strauma og hitafar Norður-Atlantshafs.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.5.2016 kl. 05:40
Takk enn og aftur Trausti fyrir ákaflega fróðlegan pistil.
Áhugavert að sjá hve lítil tengsl eru milli sjávarhita suður af okkur og hitastigsins við norðanvert Atlantshaf. Ég sé þó ekki tímaröðina sem þú vísar í – hefur kannski dottið út?
Sveiflast hitinn eins á þessum fjórum stöðum sem eru með í tímaröðinni? Væri gaman að sjá svona fylgnikort fyrir Ísland eitt og sér, en þessi mynd sýnir vel stóru myndina.
Eftir lestur þessa pistils sit ég eftir með þá mynd að aðalatriðið fyrir okkur sé veðurlagið, sem ákvarðast kannski helst af NAO stöðunni. Er hún neikvæð núna ? – giska á það miðað við að vorið er milt.
Þá er það veðurlagið sem hefur áhrif á bæði hitann hjá okkur og sjávarhitann – ráðandi vindáttir yfir lengri tímabil – og þau áhrif eru sterkari en árif sjávarhitans á lofthita á landi?
Þessi kerfi og hegðun þeirra eru greinilega flókin og einfaldanir geta leitt á villugötur.
Takk Trausti fyrir þetta frábæra innlegg!
Guðrún (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 13:14
Guðrún. Það þarf að fara í greinina sem vitnað er í til að nálgast tímaröðina - ég veit ekki hvort hún hefur verið galopnuð. Hitasveiflur staðanna fjögurra eru ekki alveg í takt á skömmum kvarða - styttri atburðir eru nokkuð ólíkir - en röðunum svipar meir til hver annarrar eftir því sem árum fjölgar. NAO er einn mælikvarða veðurlags á svæðinu og kemur víða fram - en þó ekki í hitafari hér á landi. En jákvæð og neikvæð NAO-ár eru þó mjög ólík að veðurlagi hérlendis.
Trausti Jónsson, 14.5.2016 kl. 14:04
Takk fyrir svar Trausti
Vangaveltan mín um NAO og hitafar kom frá NAO tímaröðinni á myndinni sem sýndi hita á mismunandi dýpi í Labradorhafi á 65 ára tímabili.
Þar sýndist mér NAO vera að meðaltali neikvætt á fram yfir 1970, að meðaltali jákvæðara á svala tímabilinu milli 1970 til 1995. Aftur varð NAO-ið neikvæðara eftir 1995 fram til 2015 en það tímabil hefur verið fremur hlýtt eins og fram hefur komið.
Á tímaröðinni sést þó vel að ekki er einhvæmt samband þar á milli, til dæmis er NAO-ið neikvætt á hafísárunum fyrir 1970 ( nema kannski 1968 skv. myndinni ), frekar að það veðurlag sem fylgir neikvæðu NAO sé oftar hagstætt þótt ekki sé neinu að treysta í þessu efni frekar en öðrum sem tengjast veðurfari.
Vel má þó vera að tölfræðigreining sýni ekki marktækt samhengi fyrir Ísland. Það veist þú örugglega meira um en ég.
Guðrún (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 15:14
Þakka vinsamleg orð Guðrún. Þegar NAO-vísir er neikvæður er það stundum merki um hlýindi hér á landi - en stundum kulda - það fer eftir nánara eðli þess háþrýstings sem býr neikvæða gildið til. Eins og ég áður hef sagt er NAO-hugtakið mjög gagnlegt en til að hafa sem mest gagn af því verður líka að hafa takmarkanir þess í huga - oft er það glannalega notað - ekki síst þegar fjallað er um veðufar fyrri tíma.
Trausti Jónsson, 14.5.2016 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.