12.5.2016 | 01:30
Nærri 20 stig - en ekki alveg
Í dag (miðvikudaginn 11. maí 2016) mældist 19,9 stiga hiti í Önundarhorni undir Eyjafjöllum, 19,6 við Gígjukvísl og 18,7 stig í Skaftafelli. Þetta eru hæstu hitatölur ársins á landinu til þessa. Hiti er nú mældur á mun fleiri stöðvum en á fyrri tíð og þess því að vænta að tuttugustigamörkum sé að meðaltali náð fyrr á vorin heldur en áður.
Í bloggpistli á hungurdiskum sumarið 2014 var þess getið að meðaldagsetning fyrstu 20-stiga ársins á árunum 1997 til 2014 hafi verið 14,maí - breytileikinn er hins vegar gríðarlegur, fyrsta dagsetning 29. mars - en sú síðasta 26. júní. Á mönnuðu stöðvunum þurfti hins vegar að bíða 10 dögum lengur að meðaltali eftir 20 stigum á þessu sama tímabili.
En hámörkin í dag verða varla slegin alveg næstu daga. En tilefnið var ágætt - mjög hlýtt var yfir landinu. Kortið hér að neðan sýnir þykktina (heildregnar línur) og hita í 850 hPa um hádegið - samkvæmt greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Þykktin yfir Suðausturlandi var meiri en 5520 metrar - góður sumarhiti í neðri hluta veðrahvolfs. Eins og sjá má á myndinni er ekki langt í mun kaldara loft, þykktin ekki nema 5180 metrar við norðurjaðar hennar. - Þessi kuldapollur rúllar til suðausturs - en á að fara að mestu framhjá okkur. Heldur kólnar þó meðan hann fer hjá - og varla losnum við við næturfrostið.
Svo er aftur spáð hlýnandi - þó ekki þykkt yfir 5500 metrum á næsta 10-daga spátímabili. - En þegar sólargangur er langur eins og nú er - og jörð víðast að verða auð í byggðum geta hagstæð vindaskilyrði gefið okkur 20 stig með lægri þykkt, jafnvel niður undir 5450 metra - en slíkt telst þó heppni.
En þar til í dag hafði hæsti hiti ársins til þessa verið 13. mars - tími til kominn að slá þá annars góðu tölu út af borðinu og rýma fyrir einhverju hærra og vorlegra.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 994
- Sl. sólarhring: 1101
- Sl. viku: 3384
- Frá upphafi: 2426416
Annað
- Innlit í dag: 886
- Innlit sl. viku: 3042
- Gestir í dag: 866
- IP-tölur í dag: 800
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Í Reykjavík var þó andstyggilegt vestanveður í dag, kafþykkt og skítakuldi. Einvher leiðinlegasta tegund fyrir vorveður þar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.5.2016 kl. 02:58
Mjög hlýtt loft yfir landinu segir þú Trausti. Ekki verðum við nú mjög var við það hér á sunnan- og vestanverðu landinu. Gærdagurinn mjög kaldur og ekki mikið skárra í þokusúldinni í fyrradag.
Síðustu tvo daga hefur hitamunur dags og nætur verið upp á 15 stig og frostnætur hér syðra þrjá daga í röð.
Það eru nú öll lofthlýindin.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 09:43
Kalt? Landsmeðalhiti í byggð var 1,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í gær (miðvikudag 12.maí) og sá hæsti á árinu - ásamt hita þriðjudagsins. - Og í Reykjavík og nágrenni var hiti í meðallagi tíu áranna - -0,1 undir á Veðurstofutúni - en annars nákvæmlega í meðallaginu. Hiti var ofan meðallags 10-áranna á 86 stöðvm landsins í gær, í meðallagi á 5 - en rétt undir því á 9. Hlýindin höfðu góðan vinning í gær. A að kalla vik upp á -0,1 stig kulda?
Trausti Jónsson, 12.5.2016 kl. 11:52
Ég er alveg meðvitaður um þessi landshlýindi og geri engar athugasemdri um þau. Eigi að síður var alveg skíkalt að vera úti í Reykjavík í gær, sem ég var talsvert, (og fyrradag), sannkallað úlpuveður,og verra en ýmsa daga þar á undan. Það sást aldrei til sólar og hitinn hékk í tilbreytingarlausum 7 stgigum frá þvi fyrir hádegi og til kvöld. Það er enginn andskotans vorhiti þó næturhiti hafi verið tiltölulega hár og gert þolanlegan meðalhita. Fyrir reykvíkinga er svona vestanfýla alveg andstyggileg þó blíða kunni að vera víða annars staðar. Um þetta var ég að tala. Og þá er tækifærið til að nefna eitt sem ég hef oft hugsað um. Þegar hlýnar almennt með suðrænum eða vestrænum áttum eftir einhverjar norðlægar áttir þegar var sól og þokkalegur hiti hjá okkur en kannski fremur kalt eða kalt víða á landinu,þá kólnar oft beinlínis, a,m,k, að degi til, á fjölmennu höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á suður og vesturlandi þó víðast hvar hlýni á landinu (þetta getur verið sérstaklega áberandi um hásumarið). Man samt ekki eftir þvi að veðurfræðingar í sjónvarpinu hafi nokkurn tíma haft orð á þessu. Þeir tala bara um að nú fari hlýnandi (en ekki að sumst staðar fari þó ekki hlýnandi heldur fremur kólnandi) og hlýindin geri þetta og hitt með gríðarlegri veðurblíðu, en nefna ekki að það hreinlga kólni með þykkum himni og oft rigningu á fjölmennasta svæði landsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.5.2016 kl. 14:13
Landshlýindi en engu að síður skítkalt! Það væri áhugavert að fá uppgefin vikmörk allra nýju sjálfvirku mælanna sem Veðurstofan hefur sett upp til að leita uppi kærkomin hitamet.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 17:14
Mér fannst nú bara hlýtt í Reykjavík í gær - fékk mér góðan göngutúr í blíðunni við sjávarsíðuna í námunda við ritstjórnarskifstofur hungurdiska - kannast lítt við kulda og trekk í þessu tilviki. Ég átta mig ekki alveg á því nákvæmlega hvað það er sem Hilmar vill fá uppgefið. - Nákvæmni er háð mæliskynjaranum sjálfum, skýlinu og staðsetningu - auk þess aldri og viðhaldi. Þetta er allt breytilegt. Mælarnir eru kvarðaðir nokkuð reglulega - venjulega sýnir samanburður „skekkju“ upp á innan við 0,1 stig - sé hún meiri er skynjara skipt út. Skýlisgerð veldur heldur meiri óvissu - en þar sem vel tekst til er munur á sjálfvirka skýlinu og því mannaða innan við 0,1 stig á ársgrundvelli - en lítilsháttar árstíðasveifla með aðeins stærri mun er ekki óalgeng. Útgildi eru mismunandi eftir skýlisgerð - Munur á skýlum vegna breytinga á staðsetningu - eða mæliháttum er oftast heldur meiri - en ekki kerfisbundin á svæðis- eða landsvísu til kólnunar eða hlýnunar. - Sú er skoðun ritstjóra hungurdiska að allt hringl með athuganir og mæla á þeim stöðum sem lengst hafa athugað sé mjög óheppilegt - og skammsýnt - en fjárhagslegar málamiðlanir ráða - eins og í öllu nú til dags - sú skynsemi alltaf talin vega þyngra en öll önnur - kannski verður það þannig að vera - ekki hefur ritstjóri hungurdiska endanlegt svar á reiðum höndum.
Trausti Jónsson, 13.5.2016 kl. 00:14
Það sem hefur verið að gerast undanfarna daga hér á vestanverðu landinu er nákvæmlega það sem þú óttaðist Trausti og skrifaðir um þann 7. maí: Nú hagar svo til að hlýtt loft stefnir í átt til landsins - en því miður bæði úr suðvestri og suðaustri - kalda loftið lendir kannski bara undir báðum sóknum - króast af? - En reiknimiðstöðvar gera samt ráð fyrir því að suðvestansóknin nái landi.
Ef rétt reynist er það auðvitað fínt - sérstaklega fyrir landið austanvert, en aftur á móti er vestanáttin sjaldnast fagnaðarefni á Vesturlandi á þessum árstíma - en við sjáum til með það.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 06:23
Bestu þakkir fyrir svarið Trausti. Þýskir veðurfræðingar/loftslagsvísindamenn kannast við að stafrænir mælar mæla allt að 0,6°C hærri hita en gamla kvikasilfrið. Einfaldast er að byrja á tegund stafrænna mæla. Hvaða tegund stafrænna hitamæla notar Veðurstofa Íslands og hver er uppgefin mæliskekkja viðkomandi tegundar samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda? Ennfremur er rétt að spyrja hversu oft mælarnir eru kvarðaðir, er það einu sinni á ári eða oftar/sjaldnar?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 13:49
Skynjari, skýli og staðsetning - allir þessir þættir valda óvissu í veðurmælingum. Fleiri óvíssuþættir koma líka við sögu. Hilmar verður að skrifa athugana- og tæknisviði Veðurstofunnar til að fá nýjar upplýsingar um skynjara, skýli og kvörðunartíðni. Ritstjóri hungurdiska er hættur öllum afskiptum af slíku fyrir löngu. Þegar hann síðast vissi til hét algengasti skynjarinn Logan 4159 PT139W-QR - en ekki er ég viss um hvort hann er enn notaður - uppgefin nákvæmni 0,1 stig. Utan um er notað skýli/hólkur frá Young - eitthvað afbrigði 41003-gerðar (sennilega fleiri en ein) - staðalnákvæmni talin +-0,1 eða +-0,3 stig, eftir gerð. Geislunarskekkjumörk eru meiri - í algjöru logni. - Sennilega er hægt að fletta þessum mælum/hólkum upp á netinu á síðum framleiðenda. Reynt er að herma eftir kvikasilfursmæli með því að stilla af tímann sem mælt er yfir þegar mæling er svo skráð - hér eru notaðar 2 mínútur - og ber mælunum þá vel saman við viðbragð kvikasilfursmælis. - Meiri munur er hugsanlegur á hólkum og mönnuðu skýlunum - fer sá munur m.a. eftir tíðni athugana - en reynist mjög misjafn frá stöð til stöðvar - því staðhættir skipta líka máli. Skynjarar og hólkar/skýli þessi hafa reynst mjög vel hér á landi og ekkert sem bendir til þess að notkun þeirra valdi kerfisbundnum skekkjum til hlýnunar eða kólnunar í kerfinu í heild - en ósamfellur á báða vegu hafa komið fram á einstökum stöðvum - eins og eðlilegt er.
Trausti Jónsson, 13.5.2016 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.