Reykurinn frá Kanada

Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar. Það þýðir að reykjarslóðinn sveiflast frekar norður og suður (eins og lengdarbaugar) heldur en að hann haldi aðallega í stefnu til austurs - eins og algengast er.

Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta. 

Spár eru svo birtar um „lýsiþykkt“ (optical depth) - reynt er að greina á milli uppruna mengunar - lífefnaösku (biomass burning), sjávarseltu, ryks og súlfata. Ekki gott að segja hvernig það tekst - eða hver áreiðanleikinn er.

En lítum á spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun (mánudag 9. maí). Því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. 

w-blogg090516a

Kortið sýnir norðurhvel mestallt - örvar benda á kanadaelda og Ísland. Eldar virðast einnig í gangi á fleiri en einum stað í Austur-Asíu og sömuleiðis í Miðameríku. Eins og sagði í upphafi pistilsins er líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum að vestan berast til okkar - það sést þá á sólinni og fróðlegt að fylgjast með því ef af verður (sem aldrei er víst). Spá þeirra CAMS-liða nær mest 5 daga fram í tímann - og sé hún rétt verður reykurinn þá enn ekki kominn hingað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220125a
  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 825
  • Sl. viku: 2652
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2411
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband