Háţrýstisvćđi og hlýrra loft (?)

Ţótt „hretiđ“ ađ undanförnu nái vart máli sem slíkt - (alla vega međal pollíönnuađdáenda sem og veđurtrúbrćđra ritstjóra hungurdiska - skiljum skýrt hér á milli) hefur veđriđ veriđ heldur dauflegt. Landsmeđalhiti undanfarinna daga er á bilinu 3 til 4 stig - sem er ađ vísu ekki nema einu til einu og hálfu stigi undir međallagi síđustu tíu ára - en viđ viljum meira. 

Nú hagar svo til ađ hlýtt loft stefnir í átt til landsins - en ţví miđur bćđi úr suđvestri og suđaustri - kalda loftiđ lendir kannski bara undir báđum sóknum - króast af? - En reiknimiđstöđvar gera samt ráđ fyrir ţví ađ suđvestansóknin nái landi.

Ef rétt reynist er ţađ auđvitađ fínt - sérstaklega fyrir landiđ austanvert, en aftur á móti er vestanáttin sjaldnast fagnađarefni á Vesturlandi á ţessum árstíma - en viđ sjáum til međ ţađ.

Kortiđ sýnir sjávarmálsspá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir síđdegis á sunnudag (8. maí) - einnig fylgir hiti í 850 hPa.

w-blogg070516a

Hér er kalda loftiđ enn yfir landinu - en vindur er afskaplega hćgur og veđur meinlítiđ. En ţó eru einhverjir grćnir smáblettir yfir landinu - og tákna úrkomu. Hlýja loftiđ úr suđaustri virđist ekki eiga langa leiđ til landsins - en sú sókn virđist renna út í sandinn hvađ okkur varđar vegna hlýindanna sem stefna til norđurs austur af Nýfundnalandi. 

Meginás kalda loftsins hrekst ţví fyrst til vesturs undan austansókninni - en áđur hlýindi ná til okkar stuggar suđvestansóknin kuldanum aftur til austurs og framlengir dvöl hans í nágrenni okkar. - En svo kemur vestanáttin víst um síđir. - Reynist ţćr spár réttar verđur athyglisvert ađ sjá hana rífa í hafísinn á Grćnlandssundi - sem reyndar er međ minnsta móti. 

Tíu daga ţykktarvikaspá reiknimiđstöđvarinnar sýnir vel austur- og vesturhitann - og hvernig viđ liggjum ađ međaltali á milli. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs og vik hennar frá međallagi eru allgóđur vísir á hitafar viđ jörđ. 

w-blogg070516b

Ţetta er nú talsvert betra en veriđ hefur (ef rétt reynist) - og spárnar í kvöld gefa jafnvel von í mestu hlýindi ársins til ţessa. Tími til kominn - ţví marsmánuđur á enn fjóra hlýjustu daga ţess.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Ţú stendur ţig vel Trausti. Verst ađ hafa ekki svona vitringanna leiđarljóssins trausta-spámenn í bankaspádeildum áhćttusömu kaupahallarinnar. Ţar er allra veđra von á hverjum degi, og engin björgunarsveit til ađ grípa fórnarlömb kauphallarspilavítisins.

Mađur er eiginlega alveg orđin dofin fyrir raunverulegum náttúruhamförum, veđrum og vindum, ţví heimskauphallar-náttúruhamfarirnar eru svo miklu skađlegri.

Ef kuldaveđur drepa ekki allt kvikt, ţá gera kauphallar-bankamafíurnar ţađ.

M.b.kv. 

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 7.5.2016 kl. 01:44

2 identicon

Já, hún Pollýanna! "ekki nema" einni til einni og hálfri gráđu kaldari byrjun á maí en međaltal síđustu 10 ára! Ţađ finnst mér mikiđ enda aldrei veriđ ţjakađur af Pollýönnu-syndróminu.

Ég býst viđ ađ Húsvíkingar geti tekiđ undir međ mér: http://www.visir.is/jafntefli-i-snjokomu-a-husavik/article/2016160509233

Annars vćri forvitnilegt - og ţakksamlegt - ađ fá nákvćmar tölur yfir hitafariđ ţessa fyrstu vikuna í maí, bćđi í borginni og á Akureyri. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 7.5.2016 kl. 08:34

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka vćnar óskir Anna Sigríđur. Grćđgin er sannarlega hćttuleg synd - en ţćr eru fleiri systur hennar, enn lćvísari - og allar leiđa okkur til helvítis - á síđustu tímum auđvitađ undir fögrum framfaraslagorđum. - En í náttúrunni býr réttlćti tilviljunarinnar - og fellir hún ekki alltaf dóma ađ okkar skapi. - En hungurdiskar eru víst ekki stjórn- eđa trúmálablogg og rétt ađ ritstjórinn haldi sér viđ sitt.

Torfi. Fyrsta vika maí er ekki alveg liđin - en međalhiti í Reykjavík fyrstu 6 dagana er 4,4 stig, +0,1 stigi yfir međallagi áranna 1961 til 1990, en -1,5 stigum undir međallagi síđutu tíu ára. Á Akureyri er hitinn 3,5 stig, +0,5 stigum yfir 1961 til 1990, en -1,7 undir međallagi síđustu tíu ára. Hiti er yfir međallagi áranna tíu á fáeinum stöđvum eystra, mest +0,5 stig á Teigarhorni, en mest undir inn til landsins á Norđurlandi, -2,3 stig viđ Mývatn. Reykjavíkurhitinn er í 41. sćti á 68-ára listanum - ţađ telst ekki á hretasvćđinu, sömu daga 1979 var međalhitinn 7 stigum lćgri en nú - og ámóta kalt var 1982. Ársmeđalhitinn í Reykjavík er nú í 23. sćti á 68-ára listanum - hátt í 20 sćtum ofar en á sama tíma í fyrra.

Trausti Jónsson, 7.5.2016 kl. 12:00

4 identicon

Takk fyrir ţessa pistla Trausti.

Eru einhverjar fréttir af sjávarhita fyrir sunnan Grćnland? Ţađ var mikiđ rćtt um kaldan yfirborđssjó á ţessum slóđum fyrir um ári síđan, og áhugavert vćri ađ fá fréttir af ţví hvort ţessi kuldapollur er enn fyrir hendi, eđa hvort yfirborđshiti sjávar hefur fariđ aftur í međallag.

Guđrún (IP-tala skráđ) 7.5.2016 kl. 15:53

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Guđrún, „kuldinn“ suđur í hafi er enn til stađar - hefur heldur breitt úr sér austur á bóginn - en vikin ekki aukist. Síđastliđinn vetur fór mildari höndum um hafiđ en tveir ţeir nćstu á undan - ţó tekur viđsnúningur tíma - kannski langan.

Trausti Jónsson, 7.5.2016 kl. 18:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 99
  • Sl. sólarhring: 407
  • Sl. viku: 1924
  • Frá upphafi: 2350660

Annađ

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 1723
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband