Nokkuð kaldir dagar (en ekki svo)

Nú hefur kólnað nokkuð á landinu. Í dag (26. mars) fór landsmeðalhiti í fyrsta sinn í nærri þrjár vikur niður fyrir meðallag síðustu tíu ára - síðan þann 6. Líklega verða næstu 3 til 4 dagar líka undir þessu sama meðallagi. Spá evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan gildir síðdegis á mánudag (2. páskadag - 28. mars). 

w-blogg270316a

Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra, en meðalþykkt á þessum tíma í mars er í kringum 5250, í ljósasta bláa litnum miðjum. 

En það er samt engin sérstök grimmd í þessu korti. Mjög kalt loft er vestan Grænlands. Þótt háloftahæðin yfir Grænlandi sé ekki öflug þvælist hún fyrir aðsókn kuldaaflanna - ef til vill alveg þar til nýr skammtur af hlýju lofti að sunnan nær til okkar upp úr miðri vikunni. 

En veðurspár eru ekki alltaf réttar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.11.): 26
 • Sl. sólarhring: 145
 • Sl. viku: 1492
 • Frá upphafi: 1850335

Annað

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 1293
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband