21.3.2016 | 23:12
Umskipti (leiða til hvers?)
Háþrýstisvæðið mikla sem fært hefur okkur hlýindin að undanförnu er nú að mestu niðurbrotið - og mikill lágþrýstingur kemur í staðinn. En ekki er samt alveg ljóst til hvers hann leiðir - nema hvað ríkjandi áttir verða trúlega austlægar. En verður það sjávaryljað svalloft úr vestri sem endar hér sem austanátt - eða fáum við innslag úr norðri - sem viljugir gætu þá kallað páskahret?
Lítum fyrst sem snöggvast á meðalþrýsting og þrýstivik síðustu tíu daga.
Hér er hæðin í öllu sínu veldi - vestan við hana er loftið komið langt úr suðri - hefur að auki á sér hagstæða hæðarsveigju - enda hefur hiti norðaustan og austanlands verið eftir því - þótt bráðnandi snjór hafi forðað metum að mestu.
Meðalkort næstu tíu daga (21. til 31. mars) er allt öðru vísi.
Hér er óvenjuöflugt lægðasvæði fyrir sunnan land - mikil neikvæð vik, -18 hPa þar sem mest er. Megnið af loftinu í lægðinni er komið úr vestri, en við sjáum þó að þrýstilínur eru þéttar úti af Norðaustur-Grænlandi en þar lúrir köld stroka úr norðri.
Þótt þetta norðanloft sé kalt - er það samt hlýrra en að meðaltali á þessum tíma árs. Vestanloftið er hins vegar kaldara en vant er - þótt það sé hlýrra að mati hitamæla. Þetta sést vel á vikakorti 850 hPa hitans sömu daga.
Hlýtt (að tiltölu) fyrir norðan land - en kalt suður í hafi. Harla kunnugleg mynd að verða. En reyndar erum við hér að mæla hitavik í 850 hPa - í um 1300 metra hæð yfir sjávarmáli - norðankuldi nýtur sín betur við sjávarmál - getur laumast undir hlýindin.
Breytingin verður ekki sérlega snögg - eða ill. Kortið hér að neðan sýnir undirbúning umskiptanna - gildir kl. 6 að morgni miðvikudags 23. mars.
Hér er sérlega djúp lægð (miðað við árstíma), 947 hPa í miðju við Labrador - þar við ströndina er ofsaveður eða jafnvel fárviðri (sé að marka spána). Sé rýnt í kortið má sjá að frost er meira en -15 stig yfir nær öllu Nýfundnalandi - en Atlantshafið tekur á móti og þegar þetta loft verður komið norðaustur á okkar slóðir hefur það hitnað um að minnsta kosti 10 stig.
Hlýja sóknin í austurjaðri lægðarinnar (rauða örin) er ósköp aum og rennur að mestu út í sandinn. En við Norðaustur-Grænland má einnig sjá -15 og -20 stiga jafnhitalínurnar (í 850 hPa). Sumar spár gera ráð fyrir því að eitthvað af þeim kulda komist hingað til lands um helgina - eða upp úr henni - en aðrar gera ráð fyrir því að Atlantshafsloftið haldi öllum völdum alla tíu dagana og að hlý norðaustanátt haldi áfram að vera hlutskipti okkar - eins og tíðast í vetur. - Höldum þó gæsalöppunum á hreinu - norðaustanátt er (næstum) aldrei hlý - aðeins hlý að tiltölu.
En ekki verður langt í norðaustanstrenginn - vindakortið hér að neðan gildir sólarhring síðar en það fyrra.
Hér sýna hvítu örvarnar kalda loftið - sú úr norðri strýkst við Vestfirði - en sú úr suðvestri fer að mestu hjá fyrir sunnan land.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 12
- Sl. sólarhring: 308
- Sl. viku: 1624
- Frá upphafi: 2408638
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1463
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Oft hefur norðaustan áttin verið hlý að tiltölu eins og þú kallar það Trausti. Og það marga undanfarna vetur. Jafnvel svo að einhverja daga í janúar til mars (ekki núna í vetur) er úrkoma í formi slyddu eða rigningu um norðanvert landið og það í norðlaustlægri vindátt. Það er eitthvað sem passar ekki við þá mynd. Á norðanverðu landinu á að snjóa á veturna í norðanátt og hlákurnar eigi að koma í sunnanátt. Auðvitað veit maður að hlýr sjór norður af landinu hefur mikil áhrif. Furðuleg samt hvað mikill kuldi náði að hreiðra um sig í langan tíma í vetur (des-feb), svona allavega miðað við seinni ár.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 22.3.2016 kl. 09:48
Þó veturinn sem nú er að líða hafi skilað sínum skammti af illviðrum á landsvísu var meðalvindhraði samt minni en verið hefur undanfarin ár. Kalt loftið sem verður til við útgeislun hefur því fengið meiri frið til langsetu yfir landinu norðaustanverðu í vetur - þessa hefur þó mest gætt inn til landins.
Trausti Jónsson, 22.3.2016 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.