Hófleg nördaspenna - öðrum nákvæmlega sama

Svo virðist sem hlýindin haldi í aðalatriðum áfram næstu daga (skrifað á mánudagskvöldi 14. mars). Þrýstifar og vindátt setja ákveðna spennu í stöðuna - það er t.d. ekki oft sem raunverulegur möguleiki er á meir en 10 stiga hita í Reykjavík í marsmánuði. Kannski er þetta óþarfa bjartsýni - og hitamet marsmánaðar varla í hættu í höfuðborginni - enda bara miður mánuður. 

Myndin sýnir hvaða dagur marsmánaðar á mánaðarhitamet allra veðurstöðva.

Hvaða dag mánaðarins hefur hiti orðið hæstur í mars allar veðurstöðvar

Lárétti ásinn sýnir mánaðardag, en sá lóðrétti hlutfallstölu dagsins - aðeins rúm 2 prósent stöðva eiga mánaðarmet þann 1., en um 12 prósent þann 24. Líkur á að dagur fyrir miðjan mánuð eigi metið eru aðeins um 13 prósent samtals. Líkurnar aukast síðan - langflest marsmetin eru sett síðustu 8 dagana. - Af einhverjum ástæðum er sá 30. heldur rýr í roðinu. 

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í mars er 20,5 stig, á Kvískerjum þann 29. árið 2012. Reykjavíkurmetið er 14,2 stig - sett þann 27. árið 1948 og Akureyrarmetið (16,0 stig) sett þann sama dag sama ár. Kraftaverkadagur. Staðan næstu daga er ekki óáþekk og var þá. Mikið háþrýstisvæði yfir Norðursjó teygir sig í átt til Íslands - en lægð suður af Grænlandi - nægilega langt í burtu til þess að hæðarsveigur sé á þrýstisviðinu - en nægilega öflug til að gera suðsuðaustanáttina nægilega öfluga til að hreinsa útgeislunarhitahvarfahroða burt alls staðar þar sem vindur stendur af landi - sjávarloftið áveðurs ræður enginn háloftahiti við. 

Nördin krossleggja fingur í bón um óskastund - en öðrum er auðvitað nákvæmlega sama. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 451
 • Sl. sólarhring: 601
 • Sl. viku: 2544
 • Frá upphafi: 2348411

Annað

 • Innlit í dag: 403
 • Innlit sl. viku: 2236
 • Gestir í dag: 386
 • IP-tölur í dag: 369

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband