Hófleg nördaspenna - öđrum nákvćmlega sama

Svo virđist sem hlýindin haldi í ađalatriđum áfram nćstu daga (skrifađ á mánudagskvöldi 14. mars). Ţrýstifar og vindátt setja ákveđna spennu í stöđuna - ţađ er t.d. ekki oft sem raunverulegur möguleiki er á meir en 10 stiga hita í Reykjavík í marsmánuđi. Kannski er ţetta óţarfa bjartsýni - og hitamet marsmánađar varla í hćttu í höfuđborginni - enda bara miđur mánuđur. 

Myndin sýnir hvađa dagur marsmánađar á mánađarhitamet allra veđurstöđva.

Hvađa dag mánađarins hefur hiti orđiđ hćstur í mars allar veđurstöđvar

Lárétti ásinn sýnir mánađardag, en sá lóđrétti hlutfallstölu dagsins - ađeins rúm 2 prósent stöđva eiga mánađarmet ţann 1., en um 12 prósent ţann 24. Líkur á ađ dagur fyrir miđjan mánuđ eigi metiđ eru ađeins um 13 prósent samtals. Líkurnar aukast síđan - langflest marsmetin eru sett síđustu 8 dagana. - Af einhverjum ástćđum er sá 30. heldur rýr í rođinu. 

Hćsti hiti sem mćlst hefur á landinu í mars er 20,5 stig, á Kvískerjum ţann 29. áriđ 2012. Reykjavíkurmetiđ er 14,2 stig - sett ţann 27. áriđ 1948 og Akureyrarmetiđ (16,0 stig) sett ţann sama dag sama ár. Kraftaverkadagur. Stađan nćstu daga er ekki óáţekk og var ţá. Mikiđ háţrýstisvćđi yfir Norđursjó teygir sig í átt til Íslands - en lćgđ suđur af Grćnlandi - nćgilega langt í burtu til ţess ađ hćđarsveigur sé á ţrýstisviđinu - en nćgilega öflug til ađ gera suđsuđaustanáttina nćgilega öfluga til ađ hreinsa útgeislunarhitahvarfahrođa burt alls stađar ţar sem vindur stendur af landi - sjávarloftiđ áveđurs rćđur enginn háloftahiti viđ. 

Nördin krossleggja fingur í bón um óskastund - en öđrum er auđvitađ nákvćmlega sama. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 194
 • Sl. sólarhring: 222
 • Sl. viku: 3076
 • Frá upphafi: 1954145

Annađ

 • Innlit í dag: 162
 • Innlit sl. viku: 2703
 • Gestir í dag: 147
 • IP-tölur í dag: 143

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband