20.2.2016 | 00:56
Breyting - tilbreyting
Aldrei þessu vant verður hæðarhryggur í námunda við landið mestalla vikuna (eftir að lægðin sem nú er við landið yfirgefur okkur). Auðvitað verður að bæta við: Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar (sem aldeilis er ekki alltaf). En verði úr telst það allgóð tilbreyting.
En spákort sunnudagsins (21. febrúar) lítur svona út. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, af þeim má ráða vindátt og styrk - þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.
Strikaða línan sýnir ás hæðarhryggjarins - austan við hann stendur vindur úr norðvestri og norðri - beinir til landsins köldu lofti - sem þó verður að teljast furðuhlýtt miðað við árstíma og uppruna. Annars hefur mat á hlýindum í norðanátt alltaf vafist aðeins fyrir ritstjóranum þrátt fyrir þónokkrar tilraunir til að ná fastataki. Kannski eitthvað verði um það ritað um síðir.
En þessi hæðarhryggur á sum sé að þvælast fyrir lægðaásókn næstu vikuna. Kuldapollurinn mikli - Stóri-Boli - er helfjólublár á sveimi á sínum heimaslóðum og á að pikka í hrygginn á fimmtudaginn. Tillögu reiknimiðstöðvarinnar að þeirri aðför má sjá hér að neðan.
Kortið gildir kl.18 á fimmtudag (25. febrúar). Rauða strikalínan sýnir sama hrygg og á fyrri mynd - hann hefur á fjórum dögum mjakast til austurs - en enn í hagstæðri stöðu fyrir okkur. Kaldur fingur Stóra-Bola potar til suðausturs og austurs - en fari sem reiknimiðstöðin reiknar fer allur sá kuldi til austurs fyrir sunnan land - annars hafa frekar kaldar sunnanáttir verið jafnmikið í tísku og hlýjar norðanáttir.
En þetta er að mörgu leyti hagstæð febrúarstaða - fagna má hverri illindalítilli viku (jafnvel hverjum degi) meðan beðið er vors.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 8
- Sl. sólarhring: 125
- Sl. viku: 2122
- Frá upphafi: 2436943
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1939
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já, spáin framundan er góð fyrir þá sem fagna stillum og fallegu vetrarveðri - en ekki fyrir þá sem vilja hafa þokkaleg hlýindi þó svo að þeim fylgi rok og rigningar!
Samkvæmt upplýsingum frá þér, Trausti, á fésbókarsíðu þinni er febrúar búinn að vera óvenju kaldur og stefnir í kaldasta febrúarmánuð síðan 2002, a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu. Árið hefur einnig byrjað kuldalega að sama skapi því janúar var einnig frekar kaldur, sérstaklega fyrir norðan og austan.
Þessum kulda er spáð út mánuðinn hvort heldur sem "hlý" norðanátt eða köld sunnanátt verði ráðandi.
Þar með stefnir í að árið í heild verði kalt annað árið í röð og það þriðja á fjórum árum. Vísbendingarnar eru þannig alltaf að verða sterkari um að við séum að fara inn í nýtt kuldatímabil eins og ríkti hér fyrir aldamót. Hvort það standi í 35 ár eins og það síðasta skal ósagt látið.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 09:51
þetað er ágætis veður meira í samræmi við árstímanvonandi veitir þettað á gott vor höfum farið á mis við það á seinustu árum þó veturnir hafi verið góðir. rafninn er minsta kosti farin að stela greinum í garðinum svo hann er í bjartsínni kantinum þettað árið
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 17:37
Þessi norðanátt er ekkert sérstaklega köld hérna í Vestmannaeyjum Torfi. Til dæmis er tveggja stiga hiti í dag. ;)
E.s. Trausti ég er enn að bíða í rólegheitum eftir mánaðar og ársyfirlitum frá Vestmannaeyjastöðvunum. Reyndar óskiljanlegt hvers vegna er ekki hægt setja það á veður.is svo maður þurfi ekki alltaf að bíða þig reglulega um það.
palmifreyroskarsson@gmail.com
Pálmi Freyr Óskarsson, 21.2.2016 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.