Umhleypingar - enn og aftur

Það er varla hægt að segja að storms hafi orðið vart í byggðum landsins í nærri hálfan mánuð (síðan 8.janúar). Á þessum tíma hefur vindur (að meðaltali á landsvísu) blásið stöðugt úr austri, háaustri oftast, 12. til 14. úr norðaustri þó.

Mjög þurrt hefur verið víða á landinu og á allmörgum veðurstöðvum er þetta þurrasta janúarbyrjun um langt skeið. Mjög kalt hefur verið inn til landsins og hiti þar víða -2 til -3 stig undir meðallagi síðustu tíu ára. En aftur á móti hefur verið mildara við sjávarsíðuna og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem hiti er lítillega ofan meðallags sömu ára. Í Reykjavík hefur hiti verið -0,7 stigum undir 10-ára meðaltalinu, en +0,6 yfir meðalhita 1961 til 1990. 

En nú virðist breytilegri vindstefna framundan og öllu órólegra veður. Að sögn reiknimiðstöðva verða lægðir nærgöngular, vindátt þó oftar suðlæg en annað. Sú tíska hefur um nokkurt skeið fylgt sunnanáttinni að loftþrýstingur hefur verið viðloðandi lágur. Það þýðir að hún á sér vestrænan uppruna - og er þess vegna ekkert sérlega hlý - miðað við það sem okkur finnst sunnanátt eiga að vera. - En auðvitað er dagamunur töluverður. 

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 síðdegis á föstudag 22. janúar.

w-blogg210116a

Hér er djúp lægð á norðvesturleið yfir landinu vestanverðu. Hiti er þar ekki langt ofan frostmarks. Erfitt er að ráða í smáatriðin svona nærri lægðarmiðjunni - látum Veðurstofuna um þau. Svellkalt loft ryðst til suðurs yfir Labrador - fóður í fleiri lægðir sem reiknimiðstöðvar hafa ekki alveg höndlað ennþá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 234
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1808
  • Frá upphafi: 2350435

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 1611
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband