Snjóhula

Uppgjör fyrir snjóhulu ársins 2015 er nú langt komið. Snjóhula hvers mánaðar er reiknuð í prósentum á hverri stöð og landsmeðaltal hans fundið með því að reikna meðaltal allra stöðva. Hlutfallstölur mánaðanna eru síðan lagðar saman til að fá summu ársins.

Summa ársins 2015 reyndist vera 391 (3,9 mánuðir), 21 (6 daga) yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 78 (23 daga) yfir meðallagi síðustu tíu ára. Árið var þannig nokkuð snjóþungt miðað við það sem algengast hefur verið upp á síðkastið og það næstsnjóþungasta á öldinni sjónarmun á eftir 2008 (409). 

Lítum á mynd til sem sýnir magnið í langtímasamhengi.

Snjóhula í byggð á Íslandi 1924 til 2015 (árssummur)

Jú, árið (lengst til hægri á myndinni) sker sig nokkuð úr því sem algengast hefur verið á öldinni - en vantar nokkuð upp á snjóþyngstu árin á myndinni. Rauði ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltal og sjá þeir sem vel þekkja hitafar undanfarinna áratuga að hann er ekki ósvipaður meðalhitaferlinum að lögun - en á hvolfi. Til þess að gera köld ár í kringum 1950 voru einnig snjóþung - en mjög snjólétt var í kringum og upp úr 1960 áður en kuldi hafísáranna tók völdin. Snjóléttast ára var hið ofurhlýja 2003. 

Næsta mynd sýnir samband ársmeðalhita og snjóhulu betur.

Snjóhula í byggð og hiti á Íslandi 1924 til 2015

Lóðrétti ásinn sýnir snjóhuluna, en sá lárétti hitann. Sjá má að sambandið er furðugott (sumarhiti er með). Rauða línan sýnir aðfallið og segir það að 1 stigs árshitahækkun beri með sér um þriggja vikna styttingu „snjótímabilsins“. Varasamt í mesta lagi væri þó að framlengja línuna út og suður.

Árin sem raðast fyrir ofan línuna teljast snjóþyngri heldur en hitinn einn segir til um. Þar á meðal var hlýja árið 2014 - eitthvað segir vetrarúrkoman líka. Árin neðan línunnar eru snjóléttari en hiti gefur til kynna - þá voru vetur þurrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 233
 • Sl. sólarhring: 452
 • Sl. viku: 1997
 • Frá upphafi: 2349510

Annað

 • Innlit í dag: 217
 • Innlit sl. viku: 1809
 • Gestir í dag: 215
 • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband