5.1.2016 | 02:14
Af hlýskeiðasamanburði
Hér er dálítill samanburður á hita í Reykjavík á tímabilinu 1925 til 1946 annars vegar og 1999 til 2015 hins vegar.
Lóðrétti ásinn sýnir ársmeðalhita (reiknaðan 12 sinnum á ári sem 12-mánaða keðjumeðaltal). Grái ferillinn sýnir hitann á tímabilinu 1925 (línan byrjar á meðaltali þess árs) til loka árs 1945, en rauða lína sýnir hita okkar tíma, byrjar í árslok 1999 og nær til loka árs 2015.
Á fyrra tímabilinu eru sveiflur miklu meiri milli ára heldur en verið hefur á síðustu árum og hiti oft jafnlágur eða lægri en ársmeðalhitinn 2015. Skyldu menn hafa haldið að hlýskeiðinu væri lokið þegar hitinn datt niður vorið 1929 eftir hlýindin miklu þar á undan? Já, sennilega - og þó, fjögur stigin sem ársmeðalhitinn fór þá niður í voru talsvert hærri heldur en venjuleg lágmörk voru fyrir 1920 - það hljóta menn að hafa munað. - Og hlýskeiðið hélt svo áfram langt handan við myndina - allt til 1964.
En þetta fyrra skeið segir okkur auðvitað ekki neitt um núverandi hlýskeið né framhald þess - við vitum ekkert hvernig það þróast áfram. Hlýskeiðið sem kennt er við fyrri hluta 19. aldar var svo enn brokkgengara - inn í það komu fáein mjög köld ár - en samt hélt það áfram eftir það þar til að það endanlega rann á enda fyrir 1860.
En hvers vegna var árið 2015 það kaldasta á öldinni hér á landi?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1043
- Sl. sólarhring: 1118
- Sl. viku: 3433
- Frá upphafi: 2426465
Annað
- Innlit í dag: 930
- Innlit sl. viku: 3086
- Gestir í dag: 902
- IP-tölur í dag: 835
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kaldi pollurinn í sjónum sv- af landinu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2016 kl. 02:26
Það er auðvitað spurning hvort hægt sé að tala um hlýskeið þegar svona miklar hitasveiflur eru milli ára. Þú talar t.d. um að "hlý"skeiðið á síðustu öld hafi staðið til 1965. Tölurnar (í Reykjavík) segja þó annað. Hitinn frá 1949 fer sjaldan upp fyrir 5 stigin (aðeins árin 1953, 1956-60, 1964-65).
Þá finnst mér hæpið að tala um árið 2000 sem hluta af hlýskeiðinu en þá var hitinn aðeins 4,5 stig (í Rvík).
Talandi um það ár, tel ég augljóst að það tilheyri þessari öld en ekki þeirri 20. Þannig er árið 2015 ekki það kaldasta á öldinni heldur árið 2000 (a.m.k. hér í Reykjavík þó svo að tveggjaaukastafatölurnar sé ekki enn komnar!).
Út frá sjónarhóli kólnunarsinnans get ég þó vel unnt þér, Trausti, að tala um síðasta ár sem það kaldasta á öldinni!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 06:18
Kaldi pollurinn suður af landinu er AMO í neikvæðum fasa, það er eins rökræna skýringin.
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 07:06
Skemmtilegur samanburður. Einhversstaðar var haft eftir Páli Bergþórssyni að hlýja tímabilið væri næstum búið. Er hægt að túlka þennan samanburð á þá leið að hlýja tímabilið fyrir og um miðja síðustu öld sé öflugra en það sem er núna? Ef tímabilið núna væri sambærilegt þá ætti hitinn að vera nokkuð hærri að teknu tilliti til hlýnunar vegna gróðurhúsalofttegunda, eða hvað?
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 10:11
ef mönnum tekst að ráða fullkomlega í veðrið vantar nýtt umræðuefni ef marka má yngva hrafn jónsson stöðvaðist gólfstraumurin um nokkurt skeið í haust veit ekki hvort rétt er en gæti skipt máli. harðskjáltin sem varð við haiti 2010. hafði hann einhver áhrif á gólfstraumin en hann hlítur að hafa hrist svolítið upp í straumnum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 11:16
Kaldasta árið á öldinni. Það hljómar eins og árið hafi verið mjög kalt, sem það var ekki. Annars vitum við ekki hversu mörg ár verða kaldari á þessari öld og því væri eiginlega nákvæmara að segja "kaldasta árið af þeim 15 sem liðin eru af öldinni". En eins og Torfi og fleiri þá bíður maður eftir lokastaðfestingu á árshitanum í Reykjavík.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2016 kl. 12:51
Mér finnst nú 4,5 stig hér í Reykjavík á miðju óðahlýnunartímabili harla kalt. Iss það er ekkert, segja þá sumir og benda á annað verra. Þeir gleyma því hins vegar að þetta gerist á sama tíma og hiti eykst sífellt ár frá ári nær allsstaðar á jörðinni. Kólnunin núna, sem nemur heilli gráðu miðað við síðustu 15 árin eða svo, er meiri en hlýnun jarðar hefur verið frá iðnbyltingu (1750 eða 1800)!!!
Uss, það er ekki neitt!
Torfi Kristján Stefánsson, 5.1.2016 kl. 15:03
Nei, hitinn gengur allstaðar í rikkjum og skrikkjum á einstökum stöðum jörðinni eins og í Reykjavík. Köld ár og hlý koma þannig á víxl nánast með tilviljanakenndum hætti nema hvað hlýju árunum fer frekar fjölgandi þannig að meðalhitinn hækkar yfirleitt til lengri tíma. Meðalhiti jarðarinnar í heild eykst með jafnari hætti en þó líka með einhverjum sveiflum á milli ára.
4,5 stig í Reykjavík er kaldara en verið hefur hin síðustu hlýju ár en meðalhitinn hér getur örugglega farið talsvert neðar þrátt fyrir hlýnun jarðar.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.1.2016 kl. 15:58
Þetta segi Trausti líka - og að undantekningin sanni (staðfesti!) regluna. Eins mætti alveg segja eins og Ágúst H. Bjarnason og fleiri að kuldinn sé hið eðlilega ástand (svo sem undir 5 stigum hér í Rvík) en hlýindin það afbrigðilega - séð í ljósi lengri tíma eða margra alda.
En við getum auðvitað deilt um þetta í nokkur ár eða þar til komin er meiri reynsla á þetta "hlýindatímabil", þe. hvort því lauk 2013 (með 2014 sem undantekninguna sem sannar regluna) eða hvort árin 2013 (4,9 stig) og 2015 (4,5 stig) séu einungis smá hnökrar í vel smurðri vél hlýindanna.
Torfi Kristján Stefánsson, 5.1.2016 kl. 17:02
Íslendingar eru ekki að að standa sig í að leggja meira fram af CO2 til að hita loftslagið hjá okkur. Ísland getur ekki orðið annað en byggilegra ef hér hlýnaði. Þáttaka í AlGore-fræðunum er þjóðaróhollt og þjóðarskömm. Okkur ber að gera allt sem við getum til að hlýja loftslagið og efla útblástur sem mest við megum. Sólin er alveg einfar um að kæla það í fyllingu tímans.Eða svo?
Halldór Jónsson, 5.1.2016 kl. 17:40
Ágæti Torfi.
Árið 2000 tilheyrir vissulega 20. öldinni, eins og ártalið gefur til kynna (20. hundraðið) og ný öld hófst árið 2001.
Til að forðast karp um þetta bendi ég á að það var ekkert ár 0 (núll), heldur var árið sem Kristur fæddist árið 1 eftir Krist og árið áður en hann fæddist árið 1 fyrir Krist. Ég veit að þetta er ekki rökrétt, en það er svosem ekkert rökrétt hvort eð er að byggja tímatal okkar á draugasögu frá Mið-Austurlöndum.
(Þessi áratugur byrjaði líka árið 2011 og honum lýkur 2020 en þú vissir það væntanlega).
Jón Halldórsson (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 20:40
Mikið vildi ég að ég vissi eins mikið en þú Jón en svo er því miður ekki.
Ég hef alltaf litið svo á að árið eitt hafi Jesús verið eins ár (þess vegna þetta "eftir Krist(s) burð"). Eins er með allar aðrar tölur. 1. janúar árið 2000 voru þannig tvö árþúsund síðan meistarinn fæddist og þar með lauk 20. öldinni (þar erum við reyndar sammála!).
Aðrir mynda þá segja (Trausti t.d.?). Við byrjum ekki að telja á núlli heldur á einum.
Rétt er það enda er einn tala sem lokar fyrstu einingunni en byrjar hana ekki. Sama á við 10. Hún lokar tugnum. Síðan byrjar nýr tugur (10-11). Einfalt ekki satt þótt flókið sé?!!
Því er árið 2000 kaldasta ár þessarar aldar hér í Víkinni en ekki 2015 þó aðeins muni sjónarmun (einverri aukastafatölum, sem við Emil bíðum reyndar spenntir eftir að heyra frá Trausta!).
Torfi Kristján Stefánsson, 5.1.2016 kl. 22:37
Meira um sama (hitann í Reykjavík) kemur í næsta pistli hér á eftir.
Trausti Jónsson, 5.1.2016 kl. 22:39
Torfi, eins og þú segir sjáfur, "Sama á við 10. Hún lokar tugnum" ... og þess vegna opnnar 11 næsta tug.
Einfalt, ekki satt?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2016 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.