30.12.2015 | 19:37
Lægðin mikla
Þá er það ljóst. Lægsti sjávarmálsþrýstingur dagsins á landinu mældist á Kirkjubæjarklaustri kl. 5 í morgun, 930,2 hPa. Þetta er lægsti þrýstingur sem mælst hefur á landinu frá því 24. desember 1989, þá mældust 929,5 hPa á Stórhöfða og 5, janúar 1983 mældist þrýstingur þar 929,9 hPa.
Til að finna enn lægri þrýsting þarf að fara mun lengra aftur - en um metin þau er fjallað í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar. Þessi lægð telst því mjög óvenjuleg - en þó skortir aðeins upp á að við getum notað allra þyngstu lýsingarorð um dýpt hennar. - Auk þess eru ámóta djúpar lægðir á sveimi á Atlantshafi - ekki oft - en nógu oft til þess að varla er rétt að tala um þessa lægð í einhverjum heimsendatón - eins og dálítið hefur sést á erlendum fréttamiðlum.
Þetta kort er af vef Veðurstofunnar og sýnir veður á landinu kl. 9 í morgun (miðvikudag 30. desember). Hér er lægðin um 931 hPa í miðju. Eins og sjá má á töflunni í viðhenginu fór þrýstingur á stöðvum á Norðurlandi lægst í 932,0 hPs á Akureyri og í Grímsey. Hugsanlega er þetta lægsti þrýstingur sem nokkru sinni hefur mælst á þessum stöðum - en málið er í athugun* - sömuleiðis hugsanleg stöðvamet víðar á landinu.
Kortið sýnir einnig að vindurinn er mestur yfir Austurlandi þar sem þrýstilínur eru þéttastar.
Þótt sjávarflóð séu sjaldgæfari á Austfjörðum en víða annars staðar við strendur landsins hefur samt alloft orðið þar umtalsvert tjón af völdum þeirra - en slíkt vill gleymast þegar langur tími líður á milli atburða. Ekkert þessara eldri flóðaveðra er þó eins og þetta - hvert veður hefur sín sérstöku einkenni.
Viðbót 30.12. kl.22:30. Við leit fannst ein lægri tala á Akureyri, 931,4 hPa, 3.janúar 1933 kl.8. Þá fór þrýstingur niður í 923,9 hPa á Stórhöfða.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 657
- Sl. sólarhring: 779
- Sl. viku: 2452
- Frá upphafi: 2413472
Annað
- Innlit í dag: 614
- Innlit sl. viku: 2214
- Gestir í dag: 603
- IP-tölur í dag: 588
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Jæja. Nú er síðasti dagur ársins og margir eflaust farnir að lengja eftir uppgjöri ársins.
Norðmenn eru auðvitað fyrir löngu búnir að gera veðurárið upp, eða þegar fyrir jól:
http://www.yr.no/artikkel/dette-hugsar-vi-fra-veraret-2015-1.12703757
Í Fréttablaðinu þann 28. mátti einnig sjá yfirlit yfir veðurfar ársins, auðvitað löngu á undan Veðurstofunni sem virðist ekki hafa mannskap í slíkt þrátt fyrir mörg hundruð milljóna aukafjárveitingar á árinu.
Þar kemur m.a. fram að fyrstu 50 dagar ársins voru þeir vindasömustu síðan 1995, meðalvindhraði meiri en 10 m/s. Febrúar og svo auðvitað mars voru verstir. Þá var vorið kalt og maímánuður sá kaldasti síðan 1982. Óveðrin byrjuðu svo aftur í nóvember og nú í desember, bæði fyrripartinn (7.) og svo núna í lok ársins. Hér er gerður samanburður við árið 1991.
Trausti vill þó á Hungurdiskum sínum fara mun lengra aftur eða 1989 og 1983. Hann hefur einnig nefnt að tímabilið 1982-1995 hafi verið óvenju lægðasamt. Það tímabil var eitt það kaldasta á liðinni öld svo það skýtur skökku við tal óðahlýununarsinnanna um að aukin hlýindi valdi auknu óveðri.
Sama á við þetta illviðrasama og vota ár sem er að líða. Það er kaldasta árið síðan 2000 en samt þessi djöfulgangur í veðrinu. Einnig vekur hin mikla úrkoma á árinu (úrkoman í Rvík yfir 1000 mm sem er mesta úrkoma síðan 2007) undrun því hún átti að aukast hér á norðurslóðum með auknum hlýindum en gerir þvert á móti. Eykst með auknum kulda!
Ekki nema von að maður viti ekki hvað snýr fram og hvað aftur á þessum (gerfi)vísindum.
Torfi Kristján Stefánsson, 31.12.2015 kl. 14:19
Ég var varla búinn að senda fyrra skeytið þegar veðuryfirlit ársins birtist á vedur.is (http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/3256).
Mér finnst ástæða til að fjalla aðeins nánar um það, þó svo að fátt nýtt hafi komið fram (nema að loftþrýstingur í óveðrinu um daginn hafi verið sá sá lægsti í 25 ár). Það er einkum orðalagið sem ég hnýt um.
Fyrir það fyrsta kemur fram að árið hafi verið það kaldasta á öldinni en strax dregið úr kuldatalinu með því að taka fram að hiti hafi þó "víðast hvar" verið "í rúmu meðallagi áranna 1961-1990". Mér finnst nú fréttnæmara, og því eðlilegra, að benda á að hitinn hafi verið vel undir meðallagi síðustu tíu ára á öllum landinu (heilum 0,9 gráðum kaldara í Rvík sem er þónokkuð mikið frávik), sjá mynd um "hitavik".
Næsti "úrdrátturinn" kemur svo þegar fjallað er um meðalhitann í Reykjavík. Hann var 4,5 stig og tekið sérstaklega fram að það hafi verið 0,2 stigum ofan meðallags áranna 1961-90 og 20. árið í röð með hita yfir því meðallagi! Samkvæmt mínum kokkabókum var ársmeðalhiti í borginni 1,1 stig undir meðallagi síðustu 10 ára (ekki 0,9) en á árunum 2005-2014 var hann 5,6 stig.
Þriðji úrdrátturinn kemur í yfirliti yfir veðurfar mánaðanna, þegar fjallað var um hinn kalda maímánuð. Þar er viðurkennt að mjög kalt hafi verið í mánuðinum en því svo bætt við (sbr. lengi má böl bæta með að benda á eitthvað verra) að mun kaldara hafi þó verið í maí 1979 og ámóta kalt 1982!
já það er huggun harmi gegn!
Torfi Kristján Stefánsson, 31.12.2015 kl. 14:57
Það er almenn skoðun ritstjóra hungurdiska að árið sé ekki liðið fyrr en það er liðið. Vaxandi tilhneiging er til þess að kreista fram alls konar ársuppgjör fyrr og fyrr í desember. Þetta á ekki síst við um veður þar sem Alþjóðaveðurfræðistofanunin hefur gengið á undan með sérlega vondu fordæmi. Þetta er reyndar hluti af almennri tilhneigingu fjölmiðlaheimsins við fréttagerð - fréttir eru ekki lengur sagðar af því sem liðið er - heldur því sem er væntanlegt. - „Árið mun verða hið hlýjasta“ - sömu tilhneigingar gætir raunar um ýmislegt annað. Jólahald byrjar gjarnan í lok nóvember nú á tíðum - jóla- og áramótahátíðir fyrirtækja og stofnana eru nú haldnar löngu fyrir jól og áramót.
Þótt ágætt sé að birta lausleg yfirlit um veðurlag liðins árs undir lok þess er samt eðlilegra að það sé gert þegar árinu er endanlega lokið. Hitatölur hnikast t.d. oft til milli aukastafa á síðustu dögum ársins - mjög óæskilegt er að margar útgáfur verði til í fjölmiðlum - ekki síst á opinberum vef Veðurstofunnar. Menn verða því að hafa þolinmæði (við getum látist kalla það vísindalega þolimæði) til að bíða réttra eða endanlegra talna. - Jafnvel þótt spenningur áramótanna sé liðinn og það dragi úr áhuga fjölmiðla á birtingu slíkra frétta.
Hitt er svo annað mál að mjög mikill niðurskurður hefur átt sér stað á Veðurstofunni í úrvinnslu veðurathugana og útlitið hreint ekki gott hvað það varðar - tefur það öll uppgjör. Sömuleiðis eru að verða mjög óþægilegar breytingar á athugunarháttum - sumar örugglega til bóta þrátt fyrir óþægindin - en aðrar mjög varasamar - en meintur nútími með sinn (líka meinta) ofurskilning á öllum hlutum er mikil freisting bæði þeirra ungu og reynslulitlu sem og þeim gömlu og þreyttu.
Trausti Jónsson, 31.12.2015 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.