Á mörkum hins trúlega (eða hvað?)

Nú (að kvöldi mánudags 28. des) hefur evrópureiknimiðstöðin heldur bætt í lægðina miklu sem á að heimsækja okkur á aðfaranótt miðvikudags (30.des) og reiknar miðjuþrýsting nú 931 hPa. Bandaríska veðurstofan vill enn betur og segir nú 924 hPa. Efri talan er auðvitað líklegri. Það er sárasjaldan að þrýstingur fer niður fyrir 930 hPa hér við land. Fullsnemmt er þó að fara að smjatta á slíku - enn er meir en sólarhringur til stefnu og reikningar bregðast oft á enn styttri tíma. Við bíðum því aðeins með einhverjar greinargerðir um lágþrýsting.

En harmonie-þrýstispákortið er nú svona - gildir kl.4 aðfaranótt miðvikudags:

w-blogg291215b

Lægðin hér við Öræfi og hringar miklu úrkomusvæði í kringum sig. Stríðust er úrkoman á Austfjörðum - en líka mikil norður á Ströndum - og víðar. Mjög litlu má muna að verulegan hríðarbyl geri um landið vestanvert - fer eftir því hvoru megin frostmarks hitinn er - sú hætta stendur langt fram eftir miðvikudegi. Aldeilis rétt að fylgjast með spám Veðurstofunnar - nú ferðalög um fjallvegi eru auðvitað varasöm þegar svona stendur á. Krapi og snjór bíða í hliðum og sjór er líka úfinn og illur. 

Kortið hér að neðan sýnir vindaspá - í 100 metra hæð yfir jörð - á sama tíma og kortið hér að ofan. Það er sett hér með til að sýna að bit er í þessari lægð - þótt auðvitað vonum við hið besta. 

w-blogg291215a

Svo eru fleiri lægðir í biðstöðu ef trúa má reiknimiðstöðvum - ekki eins djúpar, en gætu orðið skeinuhættar engu að síður - bæði hvað vind og úrkomu varðar. 

Allt þetta til að koma hita í 850 hPa yfir norðurskautinu upp undir frostmark í 2 til 3 klukkustundir - það má reyna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 37
 • Sl. sólarhring: 428
 • Sl. viku: 1801
 • Frá upphafi: 2349314

Annað

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1618
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband