19.12.2015 | 01:59
Liggur enn í leyni
Kalda loftið liggur enn fram á lappirnar fyrir norðan land - þótt ásókn þess í gær (fimmtudag) hafi ekki skilað því miklum landvinningum. Hlýja loftið leitar aðallega til austurs fyrir sunnan land - hver bylgja hálfgerðra sumarhlýinda gengur austur um Evrópu.
Á sunnudag verður enn ein hlýindatotan á leið til austurs fyrir sunnan land eins og sjá má á spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á sunndag (20. desember).
Jafnhæðarlínur eru heildregnar. Þykkt er sýnd í lit - hún mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er loftið. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra - rétt yfir meðallagi árstímans hér á landi.
En við sjáum að töluverður þykktarbratti er fyrir norðan land - jafnþykktarlínur eru þéttar - þar skiptast ört á bláir litir - því dekkri og kaldari eftir því sem norðar dregur. Eins og sjá má er vindur í háloftunum hægur yfir landinu (langt á milli jafnhæðarlína) - en vindátt þó af vestri - nokkuð samsíða þykktarbrattanum - og slakar aðeins á norðaustanáttinni sem þykktarbrattinn er að búa til -
[Þeir sem rýna í kortið og reyna að slá á vindinn sjá að ljósbláa ræman yfir landinu norðvestanverðu býr til vind sem er meiri en 20 m/s - en jafnhæðarlínurnar (vestanáttin) slá á um kannski 5 m/s. Nettóniðurstaða er því 15 m/s - jæja - við erum bara að slá á þetta - skoðið frekar raunverulegar vindaspár á vef Veðurstofunnar].
Við sjáum í einn af stóru kuldapollum norðurhvels vestan við Grænland - þann sem við höfum gjarnan kallað Stóra-Bola, til aðgreiningar frá öðrum veigaminni. Hann er ekki mjög fyrirferðarmikill en býsna kaldur - þykktin í honum miðjum er minni en 4800 metrar. Grænland verndar okkur að mestu fyrir aðsókn - en samt er aðalóvissa jólahelgarinnar tengd hreyfingum hans - og hvort eitthvað af kuldanum brýst austur um og búi til jólasnjó.
Bandaríska veðurstofan er með þannig hugmynd þegar þetta er skrifað [10-20 cm í Reykjavík] - en evrópureiknimiðstöðin er mun hógværari (og hefur oftar rétt fyrir sér). Við tölum ekki meir um það - enda gæti jólasnjórinn þess vegna komið strax þar sem hann er ekki þegar kominn. Hér er engu spáð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég sá nýlega að það var komið nýtt (ekki-korta)tímabil hjá loftlagsbreytinga-liðinu, þ.e. 30 ára viðmiðunartímabil. 1981-2010 í stað 1961-90. Það er auðvitað miklu sanngjarnara en að vera alltaf að miða við kuldatímabilið ´61-´90 því seinna tímabilið nær bæði kulda- og hlýskeiðinu.
Ég sé að þú Trausti ert enn með samanburð við kuldaskeiðið - og þá líklega til að sýna fram á hlýnunina síðan þá og að árið í ár sé í raun ekkert svo kalt. Samt stefnir í að það verði heilli gráðu undir meðallagi síðustu 10 ára (4,5 stig en hefur verið 5,5 stig að meðallagi undanfarið).
Sama virðist reyndar vera í gangi hjá panel SÞ og loftlagsfræðingum. Yfirleitt er miðað við mikið kuldatímabil til að sýna hnattræna hlýnun. Viðmiðunin er 1850-1900 (hvort árið sem er miðað við er mjög óljóst). Hlýnunin síðan þá er 0,87 gráður sem hlýtur að teljast mjög lítið á svona löngu tímbili, 115-165 árum.
Ljóst er að hlýnunarfræðin er orðin að mjög ábatasömum iðnaði og nú þegar helstu ráðamenn heimsins eru stokknir á þann vagninn má ætla að fjármálaöflin í heiminum séu farin að gera sér grein fyrir því og ætla að nýta sér það.
Enda er ekkert verið að tala um að breyta lífsháttum, draga úr ferðalögum, leggja bílnum eða minnka neysluna. Nei aldeilis ekki. Það er tæknin sem á að bjarga okkur - og við þurfum engu að fórna.
Er það þá virkilega svo rosalega framsækið og flott að vara við hnattrænni hlýnun? Er það ekki bara enn einn smáborgarahátturinn?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 08:54
Í næsta pistli er fjallað nokkuð um efni athugasemdar 1 - reyndar er hinni brennandi spurningu um það hver er smáborgari ekki svarað - lesendur verða að finna út úr því sjálfir.
Trausti Jónsson, 19.12.2015 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.