8.12.2015 | 21:46
Meiri veðrametingur
Eins og fram hefur komið í fréttum var vindhraði mikill á landinu síðastliðna nótt. Meðalvindhraði á athugunartíma á sjálfvirkum stöðvum í byggð komst í 19,9 m/s þegar mest var (kl.23). Leit í gagnagrunni Veðurstofunnar finnur fjögur önnur ámóta veður á tímabili sjálfvirku stöðvanna (frá og með 1997) - veðrið nú er því hið fimmta á 19 árum.
Veður þessi eru mjög ólík. Á myndinni hér að neðan hefur meðalvigurvindátt veðranna verið reiknuð fyrir hverja klukkustund þegar meðalvindhraði var meiri en 18 m/s.
Lórétti ásinn sýnir stefnuna norður-suður, en sá lárétti austur-vestur. Dagsetningar eru við hverja punktaþyrpingu og tölurnar sýna klukkustundir.
Veðrið sem gekk yfir 16. janúar 1999 var norðanveður - meðalvigurstefna var úr norðnorðaustri - og hélst stöðug allan tímann sem meðalvindur í byggðum landsins var meiri en 18 m/s (frá kl.1 til 8). Norðanveður eru að jafnaði stöðugri en þau sem koma af öðrum áttum.
Næst kom ámóta veður 10. nóvember 2001. Það var eins og sjá má af vestsuðvestri og var verst síðla nætur (frá kl.2 til 8). Vindátt snerist smám saman meira í vestlæga stefnu.
Síðan þurfti að bíða allt til 2008 til þess tíma að klukkustundarmeðalvindhraði í byggð næði aftur 18 m/s. Fjölda illviðra gerði þó í millitíðinni - en voru annað hvort ekki jafnhörð - nú, eða þau náðu ekki sömu útbreiðslu þó jafnhörð væru á hluta landsins. Veðrið 8. febrúar 2008 var úr landsuðri - hallaðist meir til suðurs þegar leið á kvöldið (20 til 23).
Svo var það 14. mars á þessu ári (2015) sem gerði eftirminnilegt veður af suðri, byrjaði af suðsuðaustri, náði hámarki kl.9 - meðalvindhraði þá aðeins sjónarmun meiri en var í veðrinu nú, 20,2 m/s.
Veðrið í gærkvöldi og nótt er svo hið fimmta í röðinni. Það var af austnorðaustri eða austri - hallaðist meir til austurs eftir því sem á leið (kl.21 til 01 merkt á myndina).
Veðurharka á hverjum stað er að jafnaði mjög bundin vindátt. Vestanveðrin koma illa niður á öðrum stöðum en austanáttin. Samtals eru veðrin fimm búin að koma víða við. Þótt meðalvindhraði á landsvísu í veðrinu í gær hafi kannski ekki verið nema sá sem búast má við á 3 til 5 ára fresti að jafnaði - er líklegt að þeir staðir þar sem aldrei hvessir að ráði nema í austnorðaustanátt hafi fengið á sig vindhraða sem má aðeins búast við á 10 til 20 ára fresti. - Við skulum þó láta reiknimeistara um að meta það.
En svo er annað mál að þetta tímabil, 1997 til 2015, hefur verið frekar rólegt (þar til 2015) miðað við mörg önnur tímabil sem ritstjórinn og fleiri muna og þekkja. Höfum það í huga. Höfum líka í huga að illveðralagerinn er ótæmanlegur - þótt eitt eða fleiri illviðri gangi hjá fækkar ekkert þeim sem eftir eru - ekkert sér á lagerstöðunni.
Næsta ámóta veður - eða sýnu verra - gæti þess vegna komið strax - nú, eða látið bíða eftir sér í áratug eða meir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 403
- Sl. sólarhring: 531
- Sl. viku: 2782
- Frá upphafi: 2435224
Annað
- Innlit í dag: 367
- Innlit sl. viku: 2477
- Gestir í dag: 349
- IP-tölur í dag: 337
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka fróðleikinn. Hér í botni Hrútafjarðar var ofsaveður frá því fyrir miðnætti og fram yfir kl 4 í nótt. Ég er með veðurstöð hér uppi á íbúðarhúsinu. Ég tel að vindmælirinn sé nokkuð réttur, þegar ég ber hann saman við veðurstöð Vegagerðarinar á Holtavörðuheiði. Hæðst fór vindurinn í 40 m um miðnætti og aftur um kl. hálf fjögur, þá í 40,2 m. Mér sýndist meðalvindur oft vera 30 til 33 m. Nú skylst mér eftir að hafa talað við fólk í dag að ekki hafi verið svona hvasst hér norðar við fjörðinn.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 22:27
Verst að stærðarskala hæstu hviða undir Eyjafjöllum og á Stórhöfða vitum við hugsanlega ekki. Eitthvað gaf sig þegar hæst (?) lét, ef ég skil rétt.
P.Valdimar Guðjónsson, 8.12.2015 kl. 22:39
Þakka þessar upplýsingar Gunnar. Úti við Reyki var vindur öllu minni, fór mest í rúma 20 m/s og það ekki fyrr en kl. 10 í morgun. Mesta hviða þar var 29,5 m/s - oft meira. Vindhraða er svo misskipt í svona veðrum, fer mjög eftir áttinni og landslaginu. Valdimar - ég veit ekki hvað kom fyrir mæla vegagerðarinnar - kannski fauk eitthvað á þá - kannski fóru legur í þeim þannig að þeir bræddu úr sér - það er þekkt vandamál. Á Stórhöfða virðist vandamálið hafa verið annað. Mælirinn þar er nýmóðins hljóðmælir - snýst ekki. Bæði of mikill titringur, úrkoma og almennur hávaði geta truflað hann. Hugbúnaður virðist alla vega hafa lent í vandræðum með að túlka það sem frá mælinum kom þannig að hann hætti að skrá og endurræsti sig. Hvort vindur hefur orðið mæli/hugbúnaði um megn vitum við ekki - það gæti rétt eins hafa verið eitthvað af því sem hér er talið. Framleiðandinn segist ábyrgjast réttar tölur upp í 60 m/s.
Trausti Jónsson, 8.12.2015 kl. 23:02
Getur verið að hljóðmengun frá loftnetmastrið ISAVIA sé þá sökudólgurinn? Hehe...ekki ein báran stök. Það var einmitt skipt út ný gerð vindmælis vegna þess að loftnetið hjá ISAVIA var alltaf að slitna í óveðrum og skemma vindmælinn.
Pálmi Freyr Óskarsson, 9.12.2015 kl. 01:57
Ég hef ekki glóru Pálmi - en það er ólíklegt með mastrið - frekar titringur, særok - eða þá hugbúnaðargalli (lús) - en endurtek - hef ekki glóru.
Trausti Jónsson, 9.12.2015 kl. 02:01
Mastrið sem vindmælirinn núna er á held ég sé á mun stöðugri stað enn fyrri mælar.
Það getur heyrst ansi mikið í lofnetmastrinu hjá ÍSAVIA þegar mikill vindur er á Stórhöfða. Það er spurning hvort Veðurstofan þurfi ekki að flýja með mælitæki og starfsemi í skemmuna vestan við bílskúrinn til að losna við mesta hávaðan, svo vindmælirinn fái vinnufrið?
Annars hef ég ekki heldur glóru þar sem þessi gerð af vindmælum er mér framandi.
Pálmi Freyr Óskarsson, 9.12.2015 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.