6.12.2015 | 23:56
Mánudagsillviðri (7.desember)
Eins og ritstjórinn er eilíflega að taka fram eru ekki gerðar veðurspár á hungurdiskum - heldur aðeins fjallað um veður og veðurspár. Veðurstofan (og aðrir til þess bærir aðilar) sjá um spárnar - taka ber mark á þeim.
En hér verður rýnt í nokkur misskiljanleg (jú, það má líka misskilja þau) spákort. Öll eru úr síðdegisrunu harmonie-líkansins og gilda kl.21 á mánudagskvöld.
Fyrsta kortið sýnir sjávarmálsþrýsting (heildregnar línur), úrkomu (litafletir), hita í 850 hPa (strikalínur) og vind (hefðbundnar vindörvar).
Lægðin er mjög djúp, hér er reiknað niður í 949 hPa í lægðarmiðju. Hér á að taka eftir því að úrkomusvæðið er alveg slitið í sundur - mikil úrkoma er í norðaustanáttinni vestan við lægðina og sömuleiðis á landinu suðaustanverðu, en þar á milli er hún minni. Þetta er ekkert óvenjulegt þegar úrkomusvæði koma úr suðri - landið slítur þau í sundur. Væntanlega er hríðarveður í norðaustanáttinni og sömuleiðis í austanáttinni til að byrja með.
Hér er settur sporbaugur um eyðuna í úrkomusvæðinu. Þeir sem rýna í kortið (það er stækkanlegt) munu taka eftir því að þrýstilínur eru þar síst þéttari heldur en annars staðar - heldur gisnari ef eitthvað er - auk þess sem alls konar beyglur eru í þrýstisviðinu. Vindur er þó að sjá mikill eða meiri en annars staðar.
Þessi hegðan vindsins sést enn betur á kortinu hér að neðan.
Sporbaugurinn er nokkurn veginn á sama stað á myndunum. Hér má sjá vindhraða líkansins í 100 metra hæð yfir yfirborði. Athugið að þetta er meiri vindur heldur en er í 10 metra hæð hefðbundinna vindmælinga - og tölur því almennt hærri en við munum sjá í veðrinu. Þetta eru auðvitað skelfilega háar tölur - hæsta gildið er meira en 48 m/s (10-mínútna meðalvindur). Tölur í litlum litakössum sýna líklegar vindhviður.
Þegar spákort fyrir klukkustundirnar fyrir og eftir eru skoðuð (ekki sýnt hér) kemur í ljós að vindhraðahámarkið innan sporöskjunnar virðist vera sérstök eining innan lægðarkerfisins - tengd samskiptum skila þess og landsins sjálfs.
Þetta sést betur á næstu mynd - sem er þversnið um veðrahvolfið frá suðurjaðri kortanna hér að ofan (til vinstri á sniðinu) norður um til norðurjaðars (til hægri).
Það þreytir sjálfsagt flesta að rýna í þetta. Litirnir sýna vindhraðann eins og áður - sami litakvarði, vindörvar sýna vindátt á hefðbundinn hátt - en heildregnu línurnar sýna mættishitann.
Hér sést vel að aðalvindstrengurinn er í neðstu 2 km veðrahvolfsins (undir 800 hPa) - og hann liggur meðfram fjöllunum (gráu fletirnir). Sniðið liggur frá suðri til norðurs eins og áður er sagt - og austanáttin blæs því nokkurn veginn beint inn í myndina í vindstrengnum. Það er ekki auðvelt að sjá jafnmættishitalínurnar - þrautseigustu lesendur ættu þó að geta séð að 278K (Kelvinstig) - línan (ómerkt) hjúfrar sig sunnan við Mýrdalsjökul - undir mesta vindstrengnum - þar rétt vestan við liggja línurnar nánast beint upp - en hallar síðan upp á við til hægri, 288K er þannig í um 1 km hæð rétt suður af landinu - en í meir en 2,5km yfir miðju landi.
Giska má á (ágiskun að vísu - ritstjórinn reiknar svona nokkuð ekki út í hausnum) að þessi stífla (hlýja loftið ryðst hraðar að en það kalda nær að hörfa) bæti 10 til 15 m/s við vindinn - sem er ekki búinn að ná fullum tengslum við örar breytingar þrýstisviðsins - hann missir fótanna.
Þetta má líka sjá á næstu (klám-)mynd - (hún er einungis fyrir fullorðna).
Hér má sjá úr- og ístreymi í 950 hPa-fletinum. Í grófum dráttum má segja að í úrstreyminu (rautt) sé loft að missa fótanna - meira fer burt en kemur í staðinn - í ístreyminu er einhver fyrirstaða - meira safnast fyrir en fer burt. Neðst í veðrahvolfinu fara að jafnaði saman úrstremi og niðurstreymi - en ístreymi og uppstreymi. Uppi er þessu að jafnaði öfugt farið. [Takið eftir orðunum að jafnaði - þeim er ætlað að bæta fyrir ónákvæmni ritstjórans]. Við sjáum vel af lögun úr- og ístreymisflekkjanna að landið ræður miklu um legu þeirra.
Nú - spurningin er svo auðvitað hvort þetta kalda loft verði þarna þegar ráðist verður á það? Sleppur það kannski burt áður? Á þessu smáatriði hangir spá um ofsaveður eða fárviðri - jú, það er alveg efni í 20 til 25 m/s hvort sem kalda loftið verður til staðar eða ekki - en þessir 10 til 15 m/s til viðbótar sem gera eiga veðrið óvenjulegt hanga alveg á því (alveg er kannski fullsterkt orð - en látum það hanga).
En fleira er það en vindurinn sem gerir þetta veður leiðinlegt - blotar ofan í mikinn snjó eru aldrei skemmtilegir - munið t.d. að tryggingar ná illa til vatnstjóns að utan. Svo er annar vindstrengur tilheyrandi lægðarmiðjunni - í kringum hana sjálfa er snarpur vindur - af suðaustri, suðri og suðvestri. Suðvestanáttin gæti orðið stríð og æst upp sjó undir morgun á þriðjudag - séu spár réttar.
En látum þetta duga - og munið enn að hér er engu spáð - við fylgjumst með Veðurstofunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 130
- Sl. sólarhring: 364
- Sl. viku: 2509
- Frá upphafi: 2434951
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 2228
- Gestir í dag: 115
- IP-tölur í dag: 113
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka Trausti.
Ég fór í Norsku spánna þar sem þessi kort eru hræðilega hræðandi. Norðmenn eru með skiljanlegri kort af veðurfarinu og skil ég ekki hversvegna það er verið að koma með svona kort í sjónvarpið. Ég skil heldur ekki hversvegna veðurstofan notar útlenda þuli vegna veðurfrétta í útvarpinu. Einhver sagði mér að góðri veður fréttalesara var sagt upp en uppúr því kom þessi útlendingur sem les eins of Færeyingur. Er þetta partur að því að við vorum gerð að Fjölmenningaþjóðfélagi án okkar vitundar og hver á rétt á að tala á sínu máli.Takk fyrir alla þætti þína hér.
Valdimar Samúelsson, 7.12.2015 kl. 10:44
Sæll.
Fyrir hvað stendur hpa? Hectopascal?
Og þá þrýsting á hvaða yfirborð?
Er að reyna að glöggva mig á þessu.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.12.2015 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.