Lægðardrög - eða lægðir

Inni í kalda vestanloftinu myndast lægðardrög og smálægðir. Miklir éljaklakkar verða til þegar kalt loft streymir út yfir hlýjan sjó. Myndun þeirra er tilviljanakennd - en stöku sinnum leggjast þeir í fylkingar - sem jafnvel ná upp lægðasnúningi - sérstaklega ef þeir ná að teygja sig upp í veðrahvörfin.

Stundum má ráða í stöðu veðrahvarfanna með því að horfa á gervihnattamyndir sem teknar eru á vatnsgufurásinni svonefndu. Við lítum á eina slíka mynd sem tekin er kl. 23 í kvöld (miðvikudag 2. desember).

w-blogg031215a

Á dökku svæðunum sést best niður í átt til jarðar - oftast eru veðrahvörfin þar neðar en annars staðar. Langa dökka svæðið sem græna örin bendir á er niðurstreymi í norðvesturjaðri heimskautarastarinnar - hvít, ógagnsæ háský hinu megin hennar. 

Gulbrúna örin efst til hægri bendir á niðurstreymi við miðju lægðarinnar sem olli illviðrinu á Norðausturlandi í dag - þar hafa veðrahvörfin dregist verulega niður. Gulbrúna örin við Suðurland bendir á miðju éljasveips sem í dag hefur reynt að ná snúningi - svæði í miðju hans sem er dekkra en umhverfið bendir til þess að einhver árangur hafi náðst. 

Þriðja gulbrúna örin bendir svo á svæði sem líka er dekkra en umhverfið - kannski liggja veðrahvörfin þar eitthvað neðar en umhverfis - hugsanleg aðstoð fyrir næsta éljagarð til að ná upp snúningi. 

Bláa örin neðst til vinstri bendir svo á jaðar skýjakerfis föstudagslægðarinnar - en reiknimiðstöðvar eru ekki alveg búnar að ná taki á henni - þrátt fyrir að innan við 2 sólarhringar séu til stefnu - harla óþægilegt staða með allan þennan lausasnjó á jörð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 1246
  • Frá upphafi: 2464384

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1073
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband