Opið Atlantshaf

Nú hefur vestanloftinu tekist að hreinsa Atlantshafið nánast austur úr norðan 50. breiddarstigs. Það hitnar hins vegar fljótt yfir sjónum og til verða smálægðir og éljagarðar - auk hefðbundinna éljaflóka (sem við kennum við útsynning). - Leiðindaveðurlag - þótt aðalhættan felist í fyrirgjöf hlýrra lofts að sunnan - þá getur allt orðið vitlaust. 

Kortið sýnir stöðuna síðdegis miðvikudaginn 2. desember - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar. 

w-blogg021215a

Lægðin sem sá um snjókomuna suðvestan- og vestanlands í dag er vestast á Grænlandshafi - snjókomubakkinn sjálfur er enn í fullu fjöri á korti þessu - blátt, mjótt svæði fyrir norðan land - og lægðin sem ólmast við Norðausturland varð til síðdegis (á þriðjudag) og er þegar þetta er skrifað að fara norður með Austurlandi í örum vexti - með mjög skæðri vestan- og norðvestanátt í kjölfarinu. 

Næstu lægðardrög eru suðvestur í hafi og benda rauðu örvarnar á þau. Í þeim tveim næstu eru éljagarðar - sem spurning er hversu öflugir verða. Þegar þetta er skrifað (seint á þriðjudagskvöldi 1. desember) eru óljósar háskýjaslæður í fylgd með þeim - og það boðar ekkert sérstaklega gott - á bilinu 5 til 20 cm gætu bæst við snjóinn með hvoru lægðardraginu um sig nái skipulagt úrstreymi í efri hluta veðrahvolfs að hjálpa uppstreymi því sem verður óskipulega til yfir hlýjum sjónum.

Lengst í burtu, suður af Nýfundnalandi er svo næsta fyrirgjöf af hlýju lofti. Reiknimiðstöðvar eru um það bil að ná taki á málinu - og það verður djúp lægð úr þessu - en við vitum ekki enn hvort hún fer fyrir suðaustan land eða verður nærgöngulli. Alla vega verður fylgjast nördheimar með af athygli - og auðvitað vaktin á Veðurstofunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 2382
  • Frá upphafi: 2434824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband