Flókin staða (rétt einu sinni)

Myndin sýnir lægð í foráttuvexti nú í kvöld (30. nóvember) - skýjakerfi hennar er mjög flókið. Lægðarmiðjan hreyfist til norðvesturs - og fer því ekki hér yfir - en skýjaskaflinn sem hún ýfir upp austan við sig gerir það hins vegar. 

w-blogg011215a

Þetta er erfitt veður viðfangs - lausasnjór á jörðu skapar hættu á miklum skafrenningi þegar hvessir - spurning hvort nær að hlána og rigna um stund á láglendi - sums staðar? - en mjög mikil úrkoma fylgir kerfinu - sérstaklega í þann mund að lægir. Spár eru auðvitað ekki sammála um magnið - en það er þó nægilega mikið til þess að geta skapað umferðaröngþveiti - þótt ekki skafi. 

Ískalt loft úr vestri streymir út yfir Atlantshafið - ávísun á bæði efnismikla éljagarða - sem og öflugar lægðir á svæðinu næstu vikuna.

Við skulum bara halla okkur aftur í sófanum og láta Veðurstofuna um að sjá um sagnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég hef heyrt að veðurlag sé núna mjög svipað og árið 1980. Það ár var víst kalt með miklum snjó. Ég svo sem man ekki eftir því enda ekki fæddur fyrr en um mitt það ár.

Jón Frímann Jónsson, 1.12.2015 kl. 03:21

2 identicon

Þetta ætlar að verða hörkuvetur, rétt eins og seinnipart síðasta vetrar. Og kuldatíðin heldur áfram. Þótt langt sé síðan Trausti hefur gefið okkur upp hitatölur það sem af er ársins, eða ekkert síðan fór að kólna um 10. nóvember, er ljóst að árshitinn verði vel undir 5 stigunum hér í Reykjavík. Eins og fróðir menn vita hefur árshitinn ekki farið undir 5 stig síðan um aldamótin en þetta verður annað árið á af þremur síðustu sem það gerist. 2013 fór Reykjavíkurhitinn niður í 4,9 stig en nú stefnir í mun kaldara ár eða um 4,5 stigin.

Þetta er auðvitð athyglisvert í ljósi loftlagsráðstefnunnar í París sem er rétt nýbyrjuð og allt talið um hnattræna hlýnun. Hér allavega virðist vera að kólna en ekki hlýna sem bendir til þess að kenningar Páls Bergþórssonar og fleiri um reglulegar sveiflur í veðrinu séu réttar, á svo sem 11-15 ára fresti eða jafnvel á lengra tímabili. 

Þá er greinilegt að úrkoman og vindar aukast ekki aðeins með hlýnandi veðri. Mikil úrkoma hefur fylgt þessum kulda núna og hvassviðri sömuleiðis.

Sumir segja að loftlagsráðstefnan í Kaupmannahöfn árið 2009 hafi misheppnast vegna þess að þá hafði dregið úr hlýnuninni. Nú er spurning hvað verður í París í ljósi þessa kulda hér og vestur af okkur. Hann setur a.m.k. spurningarmerki við kenninguna um stanslausa hnattræna hlýnun.

Nú er hins vegar öldin önnur en 2009. Nú hafa nær allir þjóðarleiðtogar heims stokkið upp á hlýnunarvagninn og nota hann til að aflar sé fylgis meðal meðvitaðra kjósenda. Svo var ekki fyrir sex árum, eins og reyndar sést einnig hér heima í miklu meiri umfjöllun um loftlagsmál nú en þá.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 08:14

3 identicon

er nú haustið að svíkja mig. kuldin að laumast frá kanada eftir næstu helgi. hvernig skildi meðaltal hita austsins sem af er. þarf desember ekki að vera góður til að ná upp meðaltali ársins.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 11:23

4 identicon

Nú eru komnar tölur yfir nóvembermánuð. Meðalhitinn í Reykjavík var 1.8 stig sem er 0,8 kaldara en síðustu 10 ár.

http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/3237

Fróðlegt væri að fá útreikning á því hver árshitinn er eftir 11 fyrstu mánuðina.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 16:06

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Torfi og Kristinn: Stöðugt er verið að tíunda hita það sem af er ári í pistlum á fjasbókarsíðu hungurdiska - síðast fyrir nokkrum dögum [24. nóvember]. Þar var talið líklegt að árshitinn í Reykjavík myndi enda í 4,4 til 4,7 stigum. Það er svipað og var á árunum 1998,1999 og 2000 - en talsvert hlýrra en 1995. Kaflar um hausthita og hita fyrstu 11 mánuði ársins bætast vonandi við Veðurstofupistilinn á morgun (miðvikudag).

Trausti Jónsson, 1.12.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 2508
  • Frá upphafi: 2434618

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2228
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband