13.11.2015 | 02:56
Þarf eina lægð enn - til þess að hann kólni að marki
Nú er hann genginn í norðanátt - sem ekki er þó sérlega köld. Landsmeðalhiti í dag (fimmtudag 12. nóvember) var nærri meðallagi síðustu tíu ára - og á ekki að lækka mikið - strax.
Kortið sýnir stöðuna síðdegis á laugardag.
Lægðin sem plagar austlendinga á morgun - föstudag - er þá komin austur til Noregs - en það er nýja lægðin vestur af Bretlandseyjum sem gæti dregið með sér (eða étið) háloftakerfin tvö sem nú tefja framrás norðanloftsins til okkar. Í einhverjum skilningi er lægð þessi leifar fellibylsins Kate.
Háloftakerfin tvö sem rætt er um er hæðarhryggur fyrir norðan land - kalda loftið kemst ekki greiðlega framhjá honum þar sem hann er - gæti kannski laumast undir - og köld háloftalægð á Grænlandshafi sem beinir lofti úr suðaustri yfir landið. Þótt þetta loft sé frekar kalt - er það ekki nærri nógu kalt til þess að teljast til vetrarsveitanna höggþungu.
En lægðin á kortinu hér að ofan á að dýpka og valda allhvassri norðaustanátt hér á land á mánudag.
Við skulum líka líta á 500 hPa-kortið sem gildir á sama tíma (síðdegis á laugardag).
Heimskautaröstin er hér fyrir sunnan land - og við því tæknilega í kalda loftinu - svölu haustlofti. En ef lægðin á Grænlandshafi dregst til austurs fyrir sunnan land - og hæðin eyðist gæti orðið til greið leið til suðurs yfir Ísland fyrir vetrarloftið - en ekki fyrr en í fyrsta lagi seint á þriðjudag en líklega enn seinna - og hugsanlega ekki. - En þar sem evrópureiknimiðstöðin og bandaríska veðurstofan virðast í aðalatriðum sammála um innreið vetrarins skulum við trúa - í bili - en áskiljum okkur rétt til að skipta um skoðun (við erum alltaf að því hvort eð er.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Svalt haustloft? Það snjóar nú yfirleitt ekki á haustin, né að það frysti um allt land. Ég finnst því kominn tími til að hætta þessu haust-tali og sætta sig við það að veturinn sé kominn. Það er frost í kortunum eins langt og spár ná og úrkoman sem fellur verður snjór.
Hálkan á götum, gangstéttum og hjólastígum austurborgarinnar segir okkur að nú er vetur en ekki haust!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 09:15
Ónei Torfi það er sumar,sólin skýn og bræðir alla hélu.--
Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2015 kl. 14:16
Sólin skín er það ekki?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 17:20
Er hvíta vetrarlega úrkoman í Öskjuhlíðinni ekki örugglega snjór Trausti?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.11.2015 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.