7.11.2015 | 03:05
Lægð við Austurland
Þegar þetta er skrifað (seint á föstudagskvöldi, 6. nóvember, er djúp lægð við Suðausturland - hún á að fara norður með Austurlandi í nótt og verður fyrir norðan land á morgun. Lægðin er til þess að gera flatbotna - en töluverður vindur er samt umhverfis hana.
Á kortinu hér að neðan má sjá vindaspá harmonie-líkans Veðurstofunnar sem gildir kl. 3 í nótt - og í 100 metra hæð yfir sýndarlandslagi þess. Við jörð er vindur almennt minni en kortið sýnir (almennt minni - takið eftir því orðalagi).
Mestur er vindurinn á Grænlandssundi - þar sem illa fer um kalt loft í þrengslunum á milli lægðarinnar og fjalllendis Grænlands. Annar vindstrengur er fyrir suðaustan land - ekki samt sérlega sterkur miðað við árstíma og dýpt lægðarinnar - kannski gustar samt eitthvað um Austur- og Norðurland í nótt og fram eftir laugardegi? Við látum Veðurstofuna um að segja til um það.
Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að lægðin er nokkuð sammiðja allt upp í veðrahvörf. Það sést vel á þversniðinu hér að neðan. Sammiðja, stórar lægðir á norðurslóðum eru yfirleitt að grynnast - eiga lítið eftir af fóðri.
Þversniðin eru ekkert léttmeti - það þarf að rýna dálítið í þau - þeir sem ekki vilja það ættu bara að hætta lestri pistilsins - takk fyrir innlitið.
Litla kortið í efra hægra horni sýnir legu sniðsins. Það liggur frá 60 gráðum norðurbreiddar (lengst til vinstri) til norðurs um landið þvert (gráa svæðið neðst í sniðinu sýnir landið) og norður á 69. breiddarstig. Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting - frá sjávarmáli og upp í 250 hPa (um 10 km hæð).
Hefðbundnar vindörvar sýna vindstefnu og vindstyrk - en litirnir sýna vindstyrkinn líka. Við sjáum að vindur er af suðvestri og vestri sunnan við land - en er austlægur norðan við - en yfir landinu er vindur hægur - upp úr og niður úr. Vindur er oft hægur í lægðarmiðjum - og hér má vel sjá það sem um var talað hér að ofan - lægðin er sammiðja - hallast ekki - vestanáttin nær alveg upp vinstra megin á myndinni (sunnan miðjunnar) - og austanáttin alveg upp hægra megin (norðan lægðarinnar).
Heildregnu línurnar sýna mættishita - (í Kelvinstigum) - hann vex upp á við. Verum ekkert að rýna í hann að þessu sinni - þótt fjölmargt mjög athyglisvert sé að sjá. Nú - það má líka taka eftir því að vindurinn er mestur í austanáttinni upp við veðrahvörf (til hægri á myndinni) - vinstra megin - í vestanáttinni - er vindur mestur neðantil - við sjáum hér í vestanstrenginn - en hámark hans er austan við sniðið - eins og sjá mátti á fyrstu myndinni.
Við skulum líka líta á annað þversnið - sama snið raunar - en sýnir nú jafngildismættishita (heildregnar línur), rakastig (litafletir) og rakamagn (rauðar strikalínur).
Hér sjáum við tvo þurra poka (rifur) teygja sig frá veðrahvörfum og niður í átt til jarðar. Rakastig er þar miklu lægra en umhverfis. Það mætti velta sér upp úr þessum fyrirbrigðum - en trúlega er hér um íblöndun heiðhvolfslofts niður í veðrahvolfið að ræða. - Í nyrðri pokanum (þeim til hægri) er rakastigið innan við 10 prósent í 600 hPa hæð (um 4 km).
Jæja - þetta var dálítið moð - en venst - og verður loksins hollt og gott - rétt eins og sagt er af sjóböðum - það er ekki þar með sagt ...
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:06 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Talandi um lægðir, og til að halda áfram umræðunni frá síðustu færslu, þá bætist enn í úrkomuna hér í Reykjavík eftir gærkvöldið og nóttina. Síðustu þrjá sólarhringa hefur hún verið hátt í 50 millimetra og farin að nálgast meðalúrkomu alls mánaðarins.
Úrkoman hlýtur að vera farin að nálgast þriggja sólarhringa metið! Ætti að vera spennandi rannsókn fyrir þá meta-sjúku.
Annars er verið að spá uppstyttu strax á morgun, sunnudag, og svo fínu vetrarveðri næstu viku. Sól, hægviðri og hita við frostmark. Sem sé gott útivistarveður - og kominn tími til eftir allt rokið og rigninguna!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 09:48
Það hefur ekki verið neitt rok það sem af er nóvemer í Reykjvik a.m.k. og reyndar mest rignt að næturlagi. Auk þess var október hægviðrasamur og veðragóður,Verður varla betra haustveður og því enginn bót í því áð kólni og kannski fari að snjóa!
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.11.2015 kl. 19:31
Sæll Trausti. Mikið er ég þakklát fyrir rigninguna, þegar ég hugsa til ís-kuldans sem ég sá fyrir mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það eru þakklætisverðu veður-staðreyndirnar mínar í dag:)
Þessi veðurkortalínurit líkjast einna helst illa sikk-sakk-saumuðum bútasaumi í mínum augum, enda hef ég ekkert vit á þessum kortum.
En ég hef tröllatrú á þér sem veðurfræðingi, og treysti þinni veðurspá betur en þeim opinberlega viðurkenndu og útsendu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2015 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.