Lítiđ (?) frost til ţessa

Lesandi međ augun úti (eđa hjá sér(?)) tók eftir ţví ađ lćgsti hiti haustsins til ţessa á Bretlandseyjum er -3,8 stig - og ađ breska veđurstofan nefndi möguleika á -6 stigum í Skotlandi í nótt (ađfaranótt 17. október). Í framhaldi spurđi sá sami um lćgsta hita haustsins til ţessa hér á landi. Auđvelt er ađ svara ţví: -6,6 stig sem mćldust viđ Sátu ađ morgni ţess 12. október - og í byggđ er lćgsta talan -5,2 stig sem mćldust á Fáskrúđsfirđi ađ morgni ţess 3. október.

En er frostiđ hér á landi ekki búiđ ađ mćlast meira - svona yfirleitt - ţegar komiđ er fram yfir miđjan október?

Jú, ţetta fer ađ verđa óvenjulegt. Lítum á máliđ: Ef viđ byrjum á sjálfvirkum stöđvum í byggđ ţurfum viđ ađ fara aftur til ársins 2006 til ađ finna jafnlítiđ frost á sama tíma hausts - ţá var lćgsta talan sú sama og nú, -5,2 stig. Nánast sama var haustiđ 2002, -5,3 stig.

Sé hálendiđ tekiđ međ er ţađ talan -6,6 stig sem viđ miđum viđ. Haustiđ 2002 hafđi mesta frost landsins á sama tíma mćlst -6,3 stig.

Mannađa stöđvakerfiđ er gisnara (ósamanburđarhćft í svona keppni eftir 2012) - en samanburđur á tímabilinu 1961 til 2012 er sćmilega öruggur - ef viđ miđum viđ stöđvar í byggđ eingöngu. Haustiđ 2006 var mesta frost sem mćlst hafđi til 16. október -5,1 stig en ađeins -3,4 stig haustiđ 2002. Áriđ áđur var mesta frostiđ á sama tíma -5,1 stig. Svo ţarf ađ fara allt aftur til haustsins 1961 til ađ finna hćrri tölu, en ţá hafđi mesta frost á landinu til og međ 16. október mćlst -4,3 stig.

En ţetta er stađan nú - ađeins ţarf eina kalda nótt til ađ breyta óvenjulegu í venjulegt - 

Ţađ gerđist síđast 2013 ađ byggđir landsins sluppu viđ tíu stiga frost til loka október - en ţar áđur 1977. Ţađ er mjög á móti líkum ađ ţetta haust sleppi viđ -10 stig í byggđ alveg út mánuđinn - ađ mati ritstjórans ( - en raunveruleikatengsl hans eru stundum í lagi). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • ar_1844t
 • w-blogg020321b
 • w-blogg020321a
 • w-blogg020321c
 • lievog jardskjalftar 1789

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.3.): 39
 • Sl. sólarhring: 90
 • Sl. viku: 2062
 • Frá upphafi: 2010884

Annađ

 • Innlit í dag: 27
 • Innlit sl. viku: 1782
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband