17.10.2015 | 02:02
Lítið (?) frost til þessa
Lesandi með augun úti (eða hjá sér(?)) tók eftir því að lægsti hiti haustsins til þessa á Bretlandseyjum er -3,8 stig - og að breska veðurstofan nefndi möguleika á -6 stigum í Skotlandi í nótt (aðfaranótt 17. október). Í framhaldi spurði sá sami um lægsta hita haustsins til þessa hér á landi. Auðvelt er að svara því: -6,6 stig sem mældust við Sátu að morgni þess 12. október - og í byggð er lægsta talan -5,2 stig sem mældust á Fáskrúðsfirði að morgni þess 3. október.
En er frostið hér á landi ekki búið að mælast meira - svona yfirleitt - þegar komið er fram yfir miðjan október?
Jú, þetta fer að verða óvenjulegt. Lítum á málið: Ef við byrjum á sjálfvirkum stöðvum í byggð þurfum við að fara aftur til ársins 2006 til að finna jafnlítið frost á sama tíma hausts - þá var lægsta talan sú sama og nú, -5,2 stig. Nánast sama var haustið 2002, -5,3 stig.
Sé hálendið tekið með er það talan -6,6 stig sem við miðum við. Haustið 2002 hafði mesta frost landsins á sama tíma mælst -6,3 stig.
Mannaða stöðvakerfið er gisnara (ósamanburðarhæft í svona keppni eftir 2012) - en samanburður á tímabilinu 1961 til 2012 er sæmilega öruggur - ef við miðum við stöðvar í byggð eingöngu. Haustið 2006 var mesta frost sem mælst hafði til 16. október -5,1 stig en aðeins -3,4 stig haustið 2002. Árið áður var mesta frostið á sama tíma -5,1 stig. Svo þarf að fara allt aftur til haustsins 1961 til að finna hærri tölu, en þá hafði mesta frost á landinu til og með 16. október mælst -4,3 stig.
En þetta er staðan nú - aðeins þarf eina kalda nótt til að breyta óvenjulegu í venjulegt -
Það gerðist síðast 2013 að byggðir landsins sluppu við tíu stiga frost til loka október - en þar áður 1977. Það er mjög á móti líkum að þetta haust sleppi við -10 stig í byggð alveg út mánuðinn - að mati ritstjórans ( - en raunveruleikatengsl hans eru stundum í lagi).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 102
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 2346
- Frá upphafi: 2411766
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 1996
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.