Hlýtt loft yfir landinu föstudag og laugardag

Mjög hlýtt loft verður yfir landinu á föstudag (16. október) og líka lengst af á laugardag. Þetta má sjá á spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan.

w-blogg161015a

Kortið gildir kl. 18 á föstudag. Jafnþykktarlínur eru heildregnar, þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Hámarksþykktin er yfir 5540 metrum við Austfirði. Það er alltaf spurning hversu mjög þessa hita gæti niður í mannheimum. Það fer eftir vindi og stöðugleika. Litirnir á myndinni sýna hita í 850 hPa-fletinum - sem verður um þessar mundir í um 1400 metra hæð. Hann er nærri 10 stig þar sem hann er mestur við Austfirði. Mættishitinn í 850 hPa - en við notum hann oft sem einskonar þak á mögulegan hita verður vel yfir 20 stigum. 

Landsdægurmet 16. október er 18,2 stig - og orðið býsna gamalt, frá Teigarhorni 1934. Daginn eftir, þann 17. er ríkjandi dægurmet ekki nema 17,0 stig, sett á Hólum í Hornafirði 1978. Með heppni gætu þessi met fallið - en er auðvitað ekki víst - og við verðum svosem ekki fyrir neinum sérstökum vonbrigðum þó það gerist ekki. 

Seint á laugardag fer veður kólnandi - fer alla vega langt úr seilingu við landsdægurhitamet. Svo eru sumar spár að gera ráð fyrir meiri kólnun fyrir miðja næstu viku - en jafnframt er því spáð að landið verði í lægðabraut. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumar spár að spá "meiri kólnun fyrir miðja næstu viku"?

Mér sýnist nú Veðurstofan og Yr (sú norska) vera ansi samstíga í að spá frosti frá og með miðvikudeginum á öllu landinu.

Veðurstofan spáir snjókomu á norðanverðu landinu þegar á þriðjudaginn og um nær allt land um kvöldið.

Veturinn er sem sé að leggjast að - en vonandi ekki með neinum látum.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 1340
  • Frá upphafi: 2455666

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1200
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband