Hlýindi framundan (norðaustanlands)?

Hiti á landinu hefur verið ofan meðallags áranna 1961 til 1990 um land allt það sem af er mánuði og ofan meðallags síðustu tíu ára um mikinn hluta þess (þó ekki suðvestanlands). Fremur svalt loft (ekki kalt) verður yfir landinu á miðvikudag, 14. október, en síðan á að hlýna að mun og gera spár fyrir að hiti verði vel yfir meðallagi flesta daga vel fram yfir helgi. 

Hlýindin (sem eru enn aðeins sýnd en ekki gefin) sjást vel á kortinu hér að neðan.

w-blogg131015a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar og sýna að suðvestanátt á að ríkja yfir landinu næstu tíu daga - að meðaltali. Mikið háþrýstisvæði verður við Bretland en lægðir vestan Grænlands. Á milli þessara veðurkerfa berst hlýtt og rakt loft til landsins. Við sem búum á Suðvesturlandi sitjum þá lengst af í þungbúnu veðri með rigningu með köflum - en íbúar Norður- og Austurlands gætu fengið marga úrvalshaustdaga. Sumar spár (en ekki allar) gera ráð fyrir viðvarandi strekkingsvindi um landið norðvestanvert - jú, og trúlega blæs eitthvað annars staðar stöku daga eða hluta þeirra. 

Litirnir sýna hitavik í 850 hPa-fletinum og er meðalvikið yfir Austurlandi meira en 4 stig - það er býsna mikið í 10 daga meðaltali. Eins og sjá má er viðlíka neikvæðu viki spáð yfir Frakklandi.

Þá er spurning hvort einhver landsdægurhitamet falli í þessari syrpu? Það er sennilega fullmikil bjartsýni að búast við því - en í hitabylgjunni fyrir rúmum mánuði féll eitt slíkt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég sagði í bríaríi, þegar að hann snéri upp á sig í september, að nú yrði þetta veðrið fram að jólum fyrir austan. Ég er að hugsa um að standa við þá spá. En að landsmeðaltali og slíku, þá man ég eftir úrvalsvandræðum eftir miðjan október, ef ekki í nóvember, á fyrstu árum þessarar aldar. Þá voru bláu síldartunnurnar að breytast í niðursuðutunnur í sólardögum sem slógu iðulega upp og yfir 20 stiginn. Minningin segir í viku til tíu daga, en þeir gætu hafa verið tveir eða þrír. Þetta var fyrir 2006 og eftir 1999.

En okkur austfirðingunum finnst best að hafa hæðina akkúrat á landamærum Skotlands og Englands, þar er hún velkomin.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.10.2015 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2434837

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2122
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband