Víðáttumikil lægð

Næstu daga mun víðáttumikil lægð ráða veðri. Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar síðdegis á þriðjudag, 6. október.

w-blogg051015a

Áttin er hér suðlæg og hver úrkomubakkinn á fætur öðrum berst upp að landinu - ýmist úr suðaustri (með mikilli bleytu suðaustanlands og á Austfjörðum) - eða úr suðri eða suðvestri (með hráslagaskúrum - eða slydduéljum á Suður- og Vesturlandi). 

Þótt þetta sé til þess að gera meinlitið veðurlag finnst ritstjóranum það heldur hráslagalegt og leiðinlegt - en það kann að vera smekksatriði. Loftið sem streymir út á Atlantshaf sunnan Grænlands er mjög kalt, -10 stiga jafnhitalína 850 hPa-flatarins er þar að laumast, og -5 stiga línan teygir sig langt til austurs. 

Í þessu veðurlagi gránar stundum að næturlagi - festir þó varla á láglendi nema rétt í morgunsárið - en hálkan er aldrei langt undan.

Örin lengst til vinstri á kortinu bendir á leifar fellibylsins Joaquin sem olli stórtjóni á Bahamaeyjum nú á dögunum og hrelldi mjög ameríska kollega ritstjórans. Reiknimiðstöðvar eru ekki sammála um hvað úr verður síðar í vikunni - kannski ekki neitt - alla vega er það sú skoðun sem er á borðinu einmitt þegar þetta er skrifað (seint á sunnudagskvöldi). En þær góðu miðstöðvar hafa ekki verið í sérlega góðu formi upp á síðkastið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Ekki sammála um hvað úr verður síðar í vikunni". Vonandi þessu líkt er ég hraðlas, Vináttumikil lægð.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2015 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 274
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1236
  • Frá upphafi: 2421336

Annað

  • Innlit í dag: 255
  • Innlit sl. viku: 1095
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband