18.8.2015 | 02:19
Heldur hlýrra - en blautara(?)
Nú er útlit fyrir ívið hlýrri tíð en verið hefur - en samt er ekki hægt að tala um eindregna hlýindaspá. Kortið hér að neðan sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins og vik hennar frá meðallagi næstu tíu daga - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Spáin gerir ráð fyrir eindreginni suðaustanátt í háloftum yfir landinu. Sú átt er að jafnaði hlý, en að þessu sinni er allt í eindreginni lægðasveigju. - Háloftalægðin er í grunninn af norðlægum uppruna - suðaustanloftið áður komið úr vestri og norðvestri sunnan Grænlands. - En ekki er þó langt í mun hlýrra loft - sem Skandinavíubúar hafa baðað sig í undanfarna daga - og gera víst áfram - sé að marka þessa spá.
En þetta er meðalkort sem gildir í tíu daga og e.t.v. er rými fyrir einhver hlýindaskot úr austri einhvern daginn? Þeirra nyti þá helst suðvestanlands - og kannski inn til landsins á Norðurlandi líka?
En satt best að segja er þetta mjög bleytuleg spá - sérstaklega um landið austanvert. Sýndarúrkoma líkansins reiknast á þessum tíu dögum fimmfalt meðaltal á Austur- og Suðausturlandi - og meira að segja á hún að vera vel ofan meðallags á landinu vestanverðu líka - en spár um úrkomumagn eru enn lausari í rásinni heldur en spár um vinda og hita.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 902
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 3292
- Frá upphafi: 2426324
Annað
- Innlit í dag: 802
- Innlit sl. viku: 2958
- Gestir í dag: 784
- IP-tölur í dag: 721
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er sagt að það búi tvær þjóðir í þessu landi, sú ríka og hún sem berst í bökkum (eða bönkum). Eins má segja um veðurfarið. Það skiptir landinu í tvennt (og þjóðinni), í suður og vestur annars vegar og norður og austur hinsvegar.
Þegar þú talar um að hlýrri tíð sé í vændum áttu eflaust við fyrir íbúa norður- og austurlands en ekki hér sunnan og vestan. Enda hefur verið að kólna hjá 2/3 hluta þjóðarinnar undanfarið en ekki hlýna (sbr. það sem þú segir sjálfur að Reykjavíkurhiti mánaðarins sígi niður á við í meðaltalinu eftir því sem lengra líður á mánuðinn). Aðfararnótt mánudagsins var t.d. kaldast í byggð á landinu í Reykjavík - eftir að hitinn hafi verið ágætur í júlí og það sem af er ágúst.
Eða eins og margoft hefur verið sagt. Rok og rigning (hér syðra) heita hlýindi í máli veðurfræðinga!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 18.8.2015 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.