Meinlítill svali

Lægðin grynnist - og er full af svölu lofti. Kortið að neðan sýnir það vel.

w-blogg150815a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - af þeim má ráða vindátt og vindstyrk. Nokkur sunnanstrengur er austan við land og færir (sumum) norðmönnum 20 til 27 stiga hita næstu daga. Litirnir sýna þykktina en hún mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs. Við landið er hún hér á bilinu 5340 til 5400 metrar. Það er í kaldara lagi - en þó hættulítið nema hvað næturfrost liggur í leyni í björtu og lygnu veðri inni í sveitum.

Loft í kuldapollum er gjarnan óstöðugt - skúraský ríkja á daginn - en flöt flákaský í mörgum lögum mishátt á lofti - afkomendur skúranna - einkenna nóttina. 

Lægðin er á leið norður - og verður úr sögunni hér á landi á þriðjudag. Næsta lægðarbylgja er á kortinu yfir Labrador og liggur leið hennar hingað - kannski hún skafi upp eitthvað hlýrra loft og beini því í átt til okkar um miðja vikuna? Bjartsýni hlýtur það að teljast - en ekki alveg óraunhæf þó.

Kuldapollur - er við Baffinsland - ógnar okkur ekki á næstunni - en við verðum samt að gefa honum gaum - útundan - með öðru auga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Nýjustu myndir

 • w-1949-iskort
 • Slide19
 • Slide18
 • Slide17
 • Slide16

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.2.): 0
 • Sl. sólarhring: 87
 • Sl. viku: 1182
 • Frá upphafi: 0

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 1059
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband