Meir af óvenjulegum júlímánuði - og áframhaldi (?)

Við lítum nú á kort sem sýnir meðalsjávarmálsþrýsting í nýliðnum júlí - og spákort um meðalþrýsting næstu tíu daga - úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg050815a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar - (með tveggja hPa bili). Vik - miðað við 1981 til 2010 eru sýnd í lit, neikvæðu vikin eru blá - en þau jákvæðu rauðlituð. 

Þrýstingur var langt yfir meðallagi við Grænland í júlí - en lágur suður og austur undan. Ávísun á norðaustanáttarauka. Ritstjórinn hefur ekki lokið við að meta hversu óvenjuleg þessi staða er í júlí - en hæglega gæti verið um að ræða einn af fimm mestu norðanáttarmánuðum frá því fyrir 1920 - og svo var austanáttin býsna stríð líka - og í toppbaráttu. Hún er reyndar enn meira áberandi í háloftunum en sést hér. 

Ekki er beinlínis að sjá lát á norðanáttinni - en þó er spá næstu tíu daga ekki eins -

w-blogg050815b

Þessi spá gildir frá þriðjudegi 4. til föstudags 14. ágúst. Hér er lægðin mun ágengari - og hæðin við Grænland komin í eðlilegt horf. En þetta er ekkert sérlega efnilegt sumarveður - þrýstingur 8 hPa undir meðallagi ágústmánaðar. 

Kannski kuldapollurinn „haustgrunur fyrsti“ og fjallað var um á hungurdiskum í pistli á dögunum komi hér eitthvað við sögu? En hann breytir e.t.v. einhverju þegar upp verður staðið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Trausti, 

Hvernig líður sjávarhitanum fyrir sunnan land? Er hann ekkert á uppleið og að komast í eðlilegra horf?

Kv,

Jóhann

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 5.8.2015 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 97
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 1089
  • Frá upphafi: 2461192

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 952
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband