12.7.2015 | 02:51
Veltimætti (mikið á morgun?)
Fyrir rúmu ári var þetta ágæta hugtak kynnt til sögunnar á hungurdiskum - en hefur ekki borið mikið á góma síðan - enda þvælið í kynningu og hefur sárasjaldan verið notað við veðurspár hér á landi. Rétt að taka fram að textinn hér að neðan er með allratormeltasta móti - og hann er engin skyldulesning - ekki einu sinni fyrir nördin.
Í Bandaríkjunum er veltimætti á flestra borði - og smjatta bandarískir blogg- og tvítarar stöðugt á því - en nota auðvitað enska nafnið - CAPE (Convective Available Potential Engergy). Íslenska heitið er einfaldlega þýðing á því enska.
Í stuttu máli segir veltimættið til um það hversu stórbrotin klakkamyndun getur orðið - fari hún á annað borð af stað. Hér á landi er veltimætti yfirleitt lítið - loftið er kalt og inniheldur ekki mikinn raka (jafnvel þótt rakastigið sé hátt). Veltimættið verður mest liggi mjög rakt loft undir þurru. Hér á landi verður það hvað hæst þegar rakt loft úr suðaustri berst inn undir þurrara loft úr norðaustri.
Mjög mikilvægt er að vita að mikið veltimætti þýðir ekki endilega að miklir klakkar myndist - það þarf að ýta veltunni af stað. Harmonie-spálíkan Veðurstofunnar reiknar veltimætti - og kort morgundagsins - 12. júlí - sýnir óvenjuháar tölur (miðað við Ísland). Ritstjóranum finnst því ástæða til að sýna það.
Kortið gildir kl.16. Jafnþrýstilínur eru heildregnar - með 2 hPa bili - harla gisnar í spánni. Litir sýna veltimættið, tölur eru allt upp í 1400 þar sem mest er - 500 þykir mikið hér á landi. Þeir sem stækka kortið geta fundið töluna 9 á bláum grunni yfir Síðufjöllum. Sú tala segir að líkanið telji 9 prósent líkur á hagli á þeim slóðum.
Í dag - laugardag reiknaðist veltimættið miklu minna - en á að vera nærri því eins mikið á mánudag og þetta kort sýnir - að vísu á minna svæði. Líkanið spáir skúrum á víð og dreif - en ekki alls staðar.
Síðdegisskúrir hér á landi eru oftast stakar og sárasjaldgæft er að þær myndi sjálfbær, stór klakkakerfi - en það eru slík kerfi sem allir í útlöndum óttast. Klakkakerfi þurfa ekki aðeins mikið veltimætti heldur líka öflugan vindsniða - að vindur sjái kerfinu fyrir lofti af mismunandi uppruna - til að veltan geti haldið áfram lengur en eina umferð. - Hér er ekkert þannig að sjá að þessu sinni.
Spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir líka veltimætti. Nú ber svo við að það reiknast ekkert sérlega mikið í spánni fyrir morgundaginn (12. júlí kl.15) reyndar nánast ekki neitt.
Hér sýna litir líka veltimætti, jafnþrýstilíkur eru heildregnar, en þykktin er sýnd með rauðum strikalínum.
En hvað er það sem harmonie-líkanið sér sem reiknimiðstöðin sér ekki?
Þetta er þversnið (úr harmonie) sem liggur eftir línunni sem sýnd er á litla kortinu í efra hægra horni - frá Faxaflóa til vinstri yfir Suðurland og loks á haf út. Lóðrétti kvarðinn er merktur í hPa og sýnir hæð, frá jörð og upp í 250 hPa (um 10 km hæð). Spáin gildir kl.16 á morgun - sunnudag - eins og fyrsta kortið. Heildregnu línurnar sýna jafngildismættishita (í Kelvinstigum) - hversu hlýtt loftið yrði þéttist allur raki þess og það síðan dregið niður í 1000 hPa.
Þar sem jafngildismættishitalínurnar eru gisnar er loft óstöðugt - þéttist raki þess. Þeir sem nenna að stækka myndina ættu að sjá að 306 stiga línan er í kringum 600 hPa-hæð (4 km) - en yfir Suðurlandsundirlendinu er önnur 306 stiga lína í um 900 hPa-hæð (í um 1000 metrum). Loftið sem neðst liggur er jafnvel enn hlýrra - kannski meir en 308 stig. Þetta þýðir að lyftist loftið sem neðst liggur - og fari raki þess að þéttast - á það greiða leið upp í 5 til 6 km - og ætti þá skila vænum regndembum.
En skyldi jafngildismættishiti líkananna tveggja yfir landinu vera eitthvað misjafn á morgun? - eða er það misjafnt eðli líkananna sem veldur þessum mikla mun á mati þeirra á veltimætti dagsins?
Falla miklar dembur - eða kemur ekki neitt? Svo vill til að ekki þarf að bíða svars lengi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 90
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 2011
- Frá upphafi: 2412675
Annað
- Innlit í dag: 87
- Innlit sl. viku: 1761
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.