Heldur kalt fyrir flestra smekk

Heldur er útlitiđ kuldalegt nćstu daga. Almennum metum er ţó ekki spáđ (ennţá) - . En svona er ţađ ţegar óeđlileg hlýindi ţrengja sér fram bćđi á meginlandi Evrópu - og ţađ sem meira máli skiptir fyrir okkur - yfir Grćnlandi norđvestanverđu. Einhvers stađar verđur kalda loftiđ ađ vera. 

Kortiđ sýnir ţykktarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar síđdegis á miđvikudag (8.júlí) - heildregnu línurnar. Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum.

w-blogg070715a

Kuldinn er liggur af nokkrum ţunga viđ norđausturströndina - en hefur ekki enn náđ til Suđvesturlands. Viđ sjáum töluna -6 stig ţar sem kaldast er í 850 hPa - ţar sem flöturinn er í um 1460 metra hćđ yfir sjávarmáli. Ţetta er međ ţví kaldasta sem búast má viđ í 850 hPa í júlí. 

Og ekki allt búiđ - langt í frá. Annar kuldapollur, meiri um sig, er lengra norđaustur í hafi. Hann á ađ fara rakleiđis til suđvesturs í stefnu á Vestfirđi - reiknimiđstöđin gerir ráđ fyrir ţví ađ ţađ verđi á föstudag. 

Ţykktin í miđju kuldapollanna er minni en 5340 metrar - ţađ er óţćgilega nćrri nćturfrosti - ţar sem nćr ađ létta til og vindur er hćgur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ađ reyna ađ finna út hvort 5 daga tjaldferđ (byrja á morgun) fari betur sem öfugur hringur eđa Snćfellsnes, Dalir og sunnanverđir Vestfirđir, svona veđurfarslega séđ. Hvađ myndir ţú segja?

Edda Armannsdottir (IP-tala skráđ) 7.7.2015 kl. 10:55

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Í gćr var hámarkshitinn á kanadísku heimskautasöđvunum Alert og Eureka, rétt viđ norvestur Grćnland 12 og 17 stig. Alltaf langađ til Eureka og aldrei sem nú!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.7.2015 kl. 16:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú var tíđin ađ mađur óskađi ađ veđurspár gengju ekki eftir,vćru ţćr manni ekki ţóknanlegar.Ţađ kom fyrir á seinustu öld.Giska ţó á ađ óbrigđulleiki spánna í dag,hafi eitthvađ međ veđurtunglin ađ gera.Ţessi ađal og einu ţekktu einkenni fávísra eins og mér,hćđir og lćgđir,mćttu ađ ósekju taka síđsumars hliđarspor,međ skýlausum gleđidögum.     

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2015 kl. 16:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband