1.7.2015 | 01:49
Fyrri hluti ársins 2015 var kaldur -
Fyrri hluti árisins 2015 var kaldur - sérstaklega suðvestanlands og sá kaldasti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum síðan 1995. Í Reykjavík var fyrri hluti ársins 1999 nánast jafnkaldur og nú. Norðaustan- og austanlands hefur verið heldur hlýrra að tiltölu - á Teigarhorni var fyrri hluti ársins 2008 t.d. lítillega kaldari en nú og flest ár í kringum síðustu aldamót ýmist kaldari eða svipuð og nú.
Á landsvísu er meðalhitinn fyrstu sex mánuði ársins sá lægsti síðan 1999, en árin 2000 og 2002 var hann nánast sá sami og nú.
Myndin sýnir meðalhita í Reykjavík í janúar til júní 1871 til 2015. Lárétti ásinn tímann, en sá lóðrétti hita. Fyrri hluti ársins í fyrra var sá fjórðihlýjasti á öllu tímabilinu og fallið í ár mikið, niður í 91. sæti af 145. Síðustu ár hafa verið mjög afbrigðileg í langtímasamhengi - árið í ár hefði talist venjulegt fyrir 20. árum.
Hiti fyrri hluta árs vegur auðvitað þungt í ársmeðalhitanum - ekki síst vegna þess að breytileiki hitans er mestur að vetrarlagi. Þrír vetrarmánuðir eru á fyrri hluta ársins en aðeins einn á síðari hluta þess.
Í ámóta pistli hungurdiska sem birtist fyrir rúmum mánuði var velt vöngum yfir líklegum ársmeðalhita í Reykjavík og birt línurit sem sýndi samband meðalhita þess tíma sem liðinn var af árinu og meðalhita þess alls.
Lárétti ásinn sýnir meðalhita fyrri hluta árs í Reykjavík - en sá lóðrétti meðalhita ársins alls. Mikil fylgni er á milli. Lóðrétta strikalínan sýnir hita það sem af er ári 2015, hún sker rauðu aðfallslínuna við 4,2 stig. Svo kalt ár hefur ekki komið í Reykjavík síðan 1995 - en þá var meðalhitinn hins vegar talsvert lægri eða 3,8 stig.
Við sjáum að eitt ár - kaldara er þetta - náði að hala sig upp í fimm stig áður en því var lokið. Það var 1958.
Það má líka taka eftir því að árin sem voru áberandi hæst á efri myndinni (1964 og 1929) sprungu á limminu - stóðu ekki alveg undir væntingum. Það gerðu hins vegar 2003, 2014, 2010, 1941 og 1939.
Þótt júnímánuður hafi verið kaldur var hann á landsvísu samt talsvert hlýrri en júní 2011. Sumir hljóta að muna eftir þeim mánuði - enda kveinaði ritstjóri hungurdiska sáran eins og fróðleiksfúsir lesendur geta rifjað upp.
En mánuðirnir saman, maí og júní? Línuritið sýnir (reiknaðan) landsmeðalhita maí og júní allt aftur í þokukennda fortíð veðurmælinga.
Ekki megum við taka mikið mark á tölum frá því fyrir 1880 - en frá og með 1930 á að vera mark á flestu takandi. Maí og júní í ár liggja mjög neðarlega miðað við það sem verið hefur að undanförnu - og þarf að fara aftur til áranna 1981 til 1983 til að finna ámóta tölur (en 1997 ekki langt fyrir ofan). Mun kaldara var í maí og júní 1979 og einnig var nokkru kaldara í sömu mánuðum 1968 - svipað 1967 og 1973 - og líka 1949, 1952 og 1958.
En júlí byrjar með hreint borð - hvað gerir hann?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 27
- Sl. sólarhring: 176
- Sl. viku: 1076
- Frá upphafi: 2456012
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 975
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Athyglisvert yfirlit. Reynslan hefur sýnt að þeir laxaseiðárgangar sem ganga til sjávar í köldum vorum skila sér illa. Það lítur því ekki vel út með smálaxagegnd næsta ár, en maður veit þó aldrei, náttúran er brellin.
Jón Kristjánsson, 1.7.2015 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.