Á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn kemur (25. júní) verður djúp lægð suður af landinu - en við verðum enn á valdi hæðar fyrir norðan land. Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa um hádegi.

w-blogg241215a

Lægðin er öflug miðað við árstíma - er á hringferð þegar hér er komið sögu og fer að sögn ekki mikið lengra. Það sem vekur athygli á kortinu er að kalt loft situr rétt sunnan við Ísland. Þar má sjá 0 stiga jafnhitalínu 850 hPa-flatarins - en talsvert hlýrra er fyrir norðan land og sömuleiðis suður í lægðinni. Mjög hlýtt er undan Vestur-Grænlandi. Þar er hiti meiri en 10 stig í 850 hPa.

Svo virðist sem lægðin eigi að stugga eitthvað við kalda loftinu - í vesturátt - og þar með gæti eitthvað hlýnað hér á landi - jafnvel svo að hiti kæmist upp fyrir 20 stig á fleiri stöðum en bara einum eða tveimur á föstudaginn og um helgina. Bestar eru líkurnar á Vestur- og Norðurlandi (þó varla í Reykjavík). 

Hæsti hiti ársins til þessa á mönnuðu stöðinni á Veðurstofutúni er aðeins 14,3 stig - það mætti nú aðeins bæta í það. Flettingar í gagnagrunni Veðurstofunnar sýna að ástandið hefur ekki verið jafnslæmt síðan 1994 þegar hæsta hámark ársins var komið í 14,2 stig á sama tíma. En eldri dæmi eru um enn slakari árangur, t.d. 1956 þegar hæsti hiti ársins var aðeins 12,7 stig á sama tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir svarið í "hægfara" bloggi þínu. Það er gaman að sjá hvað VÍ stendur sig vel.

Hörður Þórðarson, 24.6.2015 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 40
  • Sl. sólarhring: 1131
  • Sl. viku: 2711
  • Frá upphafi: 2426568

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2415
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband