Fyrirstöðuhæð fyrir norðan land?

Tíu daga spá evrópureiknimiðstöðvarinnar býr til fyrirstöðuhæð fyrir norðan land síðasta þriðjung júnímánaðar. Þetta eru viðbrigði frá því sem verið hefur. Hæðin er að vísu ekkert sérstakleg öflug - en gefur alla vega von um meinlaust veður - og ekki kalt.

w-blogg210615a

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins en litirnir vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Mjög hlýtt er jafnframt nærri hæðinni - þykktarvikin - (ekki sýnd hér) sem mæla hita í neðri hluta veðrahvolfs gefa til kynna að hiti verði meir en 5 stig yfir meðallagi þar sem mest er þessa tíu daga. 

Háloftahiti yfir köldum hafsvæðum er þó sýnd veiði enn ekki gefin fyrir okkur sem liggjum flöt nærri sjávarmáli - en við gætum samt átt von á að hiti verði ofan meðallags og að hitastaða júnímánaðar lagist eitthvað frá því sem verið hefur (ekki veitir af - sjá fjasbókardeild hungurdiska). 

Svo er ekkert víst að spáin sé rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 50
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 541
  • Frá upphafi: 2343303

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband