Meinleysislegt veðurlag

Nú er loksins komið eitthvað sem kalla má hásumarsveðurlag - hiti mætti auðvitað vera hærri - en þrýstikerfi eru meinleysisleg. Lægð fer hjá á morgun (föstudag) og á laugardaginn en síðan er helst gert ráð fyrir að háþrýstisvæði nái undirtökunum í nokkra daga að minnsta kosti.

Laugardagslægðina má sjá á kortinu hér að neðan.

w-blogg190615a

Lægðarmiðjan er nokkuð langt fyrir sunnan land og hreyfist til austurs en lægðardrag er yfir landinu og líkanið er með einhverja rigningu - eða skúrir í því. Ef vel er að gáð má sjá 5 stiga jafnhitalínu 850 hPa-flatarins yfir landinu (rauð strikalína). Það telst vel sæmilegt - hiti inn til landsins gæti verið um 2 stigum ofan meðallags - og þar sem sólin skín verða flestir ánægðir með hitann. 

Eftir að lægðin er úr sögunni breiðir hæðin úr Grænlandi úr sér og þá gæti birta eitthvað í lofti - alla vega við sjávarsíðuna. Kortið að neðan sýnir stöðuna síðdegis á þriðjudag (að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar). Þá er kominn 23. júní.

w-blogg190615b

Þrýstilínur eru fáar við landið - ein hringar sig reyndar um það - ætli það sé ekki „hitalægðin“ - þrýstingur fellur lítillega yfir hádaginn yfir landi. Kannski verða sólfarsvindar ríkjandi þennan dag. Taka má eftir kuldapolli fyrir norðaustan land - blá ör bendir á hann. Þar er frost í 850 hPa meira en -5 stig - óþarflega kalt. Vonandi fer þetta kalda loft framhjá landinu á leið sinni um Noregshaf - en of snemmt er um það að spá. 

Útlit er því fyrir að sumarið haldi áfram - en ekki með neinum sérstökum glæsibrag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 13
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1786
 • Frá upphafi: 2347420

Annað

 • Innlit í dag: 13
 • Innlit sl. viku: 1543
 • Gestir í dag: 13
 • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband