Þokast hitinn upp á við eftir helgi?

Spurt er hvort hitinn þokist upp á við eftir helgi. Vonandi gerir hann það - en það er enn sýnd veiði en ekki gefin. Reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir að lægðin sem færir okkur hlýrra loft verði djúp miðað við árstíma og að hún standi þar að auki stutt við - þannig að óvíst er með ánægjuna af hærri hita. En - ætti samt að koma sér vel fyrir gróðurinn - og eitthvað af snjó bráðnar úr fjöllum. 

En við lítum á 500 hPa-hæðar- og þykktarkort af norðurhveli. Kortið er úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir síðdegis á laugardag (13.júní).

w-blogg120615a

Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Sjá má Kúbu neðarlega til vinstri og Indland er rétt ofan við miðjan hægrijaðar myndarinnar - sést reyndar illa fyrir dökkum hitalitum. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því stríðari eru háloftavindar. Litirnir sýna þykktina, hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. 

Mörkin á milli grænu og gulu litanna er við 5460 metra - sumarið er þar ofan við. Meðalþykkt í júní hér á landi er í kringum 5440 metra - í daufasta græna litnum. Á kortinu er hann aðeins mjó ræma nokkuð sunnan við land - og dekksti og kaldasti græni liturinn liggur yfir landinu. Þar er þykktin á bilinu 5280 til 5340 metrar - harla kalt. En blái liturinn - enn kaldari - er orðinn að smábletti austan við land og fylgir snörpu lægðardragi sem plagar norðmenn illa um helgina.

Öflugasti kuldapollur heimskautaslóða er langt frá okkur - við strönd Síberíu - og ógnar okkur þar af leiðandi ekki sem stendur. Allöflug hitabylgja er að ná undirtökum í Alaska - rétt einu sinni. Var maímánuður ekki sá hlýjasti í sögunni þar? 

Snarpur kuldapollur er við norðvesturströnd Spánar og veldur óstöðugu veðri - þrumuveðrum og slíku - á nokkuð stóru svæði. 

Jafnþykktarlínur eru þéttar fyrir sunnan Ísland - ekki er svo óskaplega langt í hlýja loftið - en lægðin sem á að koma einhverju af því til okkar eftir helgi er rétt varla orðin til yfir austurströnd Kanada. 

Eins og áður sagði virðast reiknimiðstöðvar sammála um að hún fari hratt hjá - en síðan upphefst hefðbundið ósamkomulag. Báðar vilja að vísu umhleypinga áfram - en gerð evrópureiknimiðstöðvarinnar er heldur jákvæðari - og hlýrri - sú bandaríska heldur aftur á móti frekar kuldalegum umhleypingum áfram eins langt og séð verður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1032
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3422
  • Frá upphafi: 2426454

Annað

  • Innlit í dag: 920
  • Innlit sl. viku: 3076
  • Gestir í dag: 893
  • IP-tölur í dag: 826

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband