Sex vikur af sumri

Kuldakastið sem hófst á sumardaginn fyrsta stendur enn nú þegar sex vikur eru liðnar af sumri. Fyrstu vikurnar þrjár voru þó sýnu kaldari en þær sem á eftir komu. Á sunnudag er búist við því að vindur snúist til vesturs og síðar suðvesturs. Loftþrýstingur verður nokkuð hár - svo reikna mætti við einhverjum hlýindum - en það er eins og svo verði ekki. Þó verður um stund talsvert hlýrra norðaustanlands en að undanförnu.

Við lítum á meðalhita í Stykkishólmi fyrstu sex vikur sumars allt aftur til 1846 - svona til að núllstilla okkur eftir öll hlýindin sem oftast hafa ríkt fyrstu sex vikur sumars það sem af er öldinni.

Hiti í Stykkishólmi - fyrstu sex vikur sumars 1846 til 2015

Meðalhitinn síðustu sex vikur stendur í 3,0 stigum. Daufa brúnleita strikalínan sem liggur þvert yfir myndina sýnir þá stöðu. Ef vel er að gáð má sjá að hitinn hefur ekki farið niður fyrir 4,0 stig í upphafi sumars síðan 1995 og ekki niður í 3 stig síðan 1989 - þá var hann síðast svipaður og nú. Einnig má segja að hann hafi verið svipaður 1982 og 1983, en svo miklu lægri 1979. 

Hér sést vel hversu mikið „áfall“ vorið 1949 var fyrir þá sem ekkert þekktu nema hlýju árin á undan. Á þessari mynd hófst það skeið 1925 - en vorið 1934 var þó nærri því eins kalt og nú, 1949 og 1979 eru í sérflokki - ásamt svo enn eldri árum. Kaldastar voru fyrstu sex vikur sumars árið 1882 - og litlu hlýrri 1906.

Einhver spurði um mun á milli ára. Munurinn á vorinu nú og í fyrra er -3,8 stig, á myndinni hefur hann tvisvar orðið meiri milli ára,1882 og 1979, og einu sinni jafnmikill (1906). Á hinn veginn var munurinn mestur á 1888 og 1889. 

Vorið í vor er í 26. til 27. sæti kaldra vora á tímabilinu öllu. 

Rauði ferillinn á myndinni sýnir 10-ára keðjumeðaltal. 

Til gamans eru tölurnar að baki línuritsins í viðhenginu - já, til gamans aðeins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Við erum vestur í Dölum. Vorið 1979 var lambfé haft inni eins lengi og aðstæður leyfðu og gefið í jötum úti á túni fram í miðjan júní. Hagi var ekki áberandi grænn í lok júní en grænkaði í jílímánuði.

Anna á Höskuldsstöðum (í lautinni þar sem Láfi var/leiddur af móður sinni) sagði mér að fönnin hefði horfið úr túninu á 17. júní 1949.

Tóma Sigurgeirsson á Reykhólum sagði mér að hann hefði sleppt öllu fé á skírdag 1930 og markað lömb í haga.

Líf mannskepnunnar og hitamælarnir fylgjast nokkuð að.  

Sigurbjörn Sveinsson, 5.6.2015 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 345
 • Sl. sólarhring: 352
 • Sl. viku: 1891
 • Frá upphafi: 2355738

Annað

 • Innlit í dag: 322
 • Innlit sl. viku: 1746
 • Gestir í dag: 302
 • IP-tölur í dag: 301

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband