3.6.2015 | 01:56
Enn af maíkulda (og smávegis um framhaldið)
Landsmeðalhiti í byggð í maí reiknaðist +3,3 stig - um það var fjallað í pistli hungurdiska á dögunum. Þetta er -2,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára, en -1,5 undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Viki var nokkuð misskipt eftir landsvæðum. Miðað við síðustu tíu ár var kaldast á hálendinu, þar var vikið víða meira en -3 stig, en á Austfjörðum var það víðast um -1,5 stig - eða jafnvel minna.
Lesendur eru beðnir velvirðingar á frekar þvælnum texta hér að neðan - en staglið þjónar uppeldislegum tilgangi undir slagorðinu: Lærum að lesa úr kortum.
Fyrst er litið á þykktarvik (hitavik) síðastliðins maímánaðar, það er síðan borið saman við vikin í maí 1979 (sem var kaldasti maímánuður 20. aldar) og að lokum er litið á spá um þykktarvik næstu tíu daga (2. til 12. júní). Skautið bara framhjá staglinu og njótið litfagurra korta úr smiðju Bolla Pálmasonar kortagerðarmeistara Veðurstofunnar og evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Fyrst koma þykktarvik í neðri hluta veðrahvolfs í nýliðnum maí - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar, Hér er við tímabilið 1981 til 2010. Vikin eru sýnd í lit og mælt er í metrum.
Heildregnar línur sýna meðalhæð 500 hPa flatarins í maí, daufar strikalínur sýna meðalþykkt, en litir þykktarvik. Þykktarvikið er hvergi meira á kortinu en yfir Íslandi. Þar má (sé kortið stækkað) sjá töluna -76,2 (metra), tæp -4 stig á venjulegum hitakvarða. Þetta er reyndar svipað vik og var í raun á hálendinu (aðeins stærra) - en meira en var að meðaltali í byggð.
Meðalþykkt yfir landinu í maí var 526,9 metrar. Ef við notum almenna reynslureglu fyrir hita á láglendi og þykkt fáum við út meðalhitann +2,6 stig. Það er -2,6 stigum undir meðallagi áranna 1981 til 2010. Þykktin vanmetur því hitann. Ástæða er ylur frá sjónum umhverfis landið sem og sólarylur - sem hitar auða jörð.
Hálendið naut sólaryls mun síður en láglendi í maí - var snævi hulið að miklu leyti - jú, sólin hefur brætt snjó baki brotnu - efir því sem möguleiki var á vegna skýja - en geislunarvarminn fór í bræðslu en ekki í að hækka hita yfirborðsins, það kemst ekki upp fyrir frostmark svo lengi sem einhver snjór er óbræddur. Auk þessa nýtur hálendið síður ylsins frá sjónum heldur en láglendi - hann er lengra í burtu.
Þótt þykktin (hiti í neðri hluta veðrahvolfs) sé mjög góður mælikvarði á hita á landinu er samt sífellt misræmi þegar farið er í smáatriði.
Kortið sýnir frekar flatt hæðarsvið í námunda við landið - en vestanáttin sunnan við land var stríð í mánuðinum, jafnhæðarlínur eru þéttar. Veðurkerfi komu aðallega úr vestri. - En þeir sem eru orðnir vanir að lesa úr svona kortum ættu að sjá að jafnþykktarlínurnar (þær strikuðu) eru nokkuð þéttar norðan við land. Kalt loft liggur til suðurs með austurströnd Grænlands.
Mestallt kortið er kalt - hlýtt er í Norður-Noregi - sem það var - og suður á Spáni - sem það líka var - en annars er kalt á öllu svæðinu.
En - hvernig var þá maí 1979 - konungur kaldra maímánaða - einn sá kaldasti frá upphafi mælinga? Við eigum líka til þykktarvikakort reiknimiðstöðvarinnar fyrir hann og lítum næst á það.
Hér er líka kaldast við Ísland - miklu kaldara heldur en var nú. Meðalhiti í byggð nú var 3,35 stig, en 0,14 1979, -3,2 stigum kaldara. Þykktarvikið er -121,7 metrar þar sem mest er, um -6 stig í neðri hluta veðrahvolfs, um 2 stigum kaldara en nú var í maí.
Í maí 1979 var stöðug norðanátt - í henni er tiltölulega kaldara miðað við þykkt heldur en er í vestanáttinni - auk þess var hafís við land, sjór kaldari og meiri snjór í lágsveitum heldur en nú. Allt heldur óhagstæðara en nú.
En hvað svo? Almennar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar ná 10 daga fram í tímann. Kortið hér fyrir neðan sýnir hæð 500 hPa-flatarins, þykktina og þykktarvik næstu tíu daga, frá 2. júní til þess 12. Við skulum hafa í huga að almennt hlýnar talsvert í júní þannig að fyrsti hluti mánaðarins sýnir bláan lit gagnvart mánuðinum öllum - og blekkir aðeins.
Einnig þarf að hafa í huga að kortið hér að neðan sýnir 10-daga meðaltal en hin fyrri heilan mánuð. - Svo er um spá að ræða - en ekki greiningu.
Við sjáum að kuldinn er ekkert að gefa sig næstu tíu dagana. Talan í neikvæða vikinu miðju er -114,5 metrar. Hiti í neðri hluta veðrahvolfs á að vera -5,5 stigum undir meðalagi vestur af Írlandi - ekki langt þar frá sem veðurskipið Lima var forðum daga. Harla ótrúlegt er að svo verði, í fyrsta lagi vanmetur líkanið oftast sjávarylinn - og í öðru lagi myndi hann - jafnvel þótt líkanið segi rétt til um veðrahvolfsvikið - rífa hita á veðurskipinu (stað þess) upp - þannig að hitavik á skipinu yrði ekki svona mikið.
Hér á landi er þykktarvikið á kortinu um 80 metrar (-4 stig). Reynslusamband hita og þykktar í júní segir að sólarhringslandsmeðalhiti á láglendi verði rúm 5 stig þessa daga - og hæsta dægurhámark landsins verði lengst af á bilinu 13 til 15 stig - það er auðvitað skelfilegt í júní.
Ætli við verðum ekki að treysta því að: a) spáin sé vitlaus, b) sólin hiti landið meira en líkanið gerir ráð fyrir, c) að sjórinn skili meiri varma til loftsins heldur en líkanið gerir ráð fyrir, d) meðaltalið feli einhverja góða daga, e) allt þetta og/eða fleira.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1047
- Sl. sólarhring: 1112
- Sl. viku: 3437
- Frá upphafi: 2426469
Annað
- Innlit í dag: 934
- Innlit sl. viku: 3090
- Gestir í dag: 906
- IP-tölur í dag: 839
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Má ég bera fram spurningu? Var að velta fyrir mér hvort það geti verið eitthvert samhengi milli kuldapollsins á spánni um hitavik næstu 10 daga og staðsetningar svala sjávarmassans, sem verið var að segja frá fyrr í vor?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 11:54
Já, það er það - en þó þannig sjórinn er í þessu tilviki ekki að kæla loftið heldur hitar hann það heldur minna en venjulega - loftið er miklu kaldara heldur en sjórinn á mestöllu svæðinu. - Þetta ætti að snúast við síðar í sumar - alla vega fyrir vestanáttina frá Kanada.
Trausti Jónsson, 3.6.2015 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.