Langt norðan hlýinda

Harla kalt var um mestallt land í dag (mánudag 1. júní - sjá fjasbókarfærslu hungurdiska) - höfuðborgarsvæðið slapp þó betur en flest önnur landsvæði. Eina jákvæða breytingin sem sést þessa dagana er að heldur mun draga úr vindi - alla vega í bili. 

En langt er í hlýtt loft - og töluverðrar umskipulagningar á háloftavindum þörf eigi að hlýna að marki hér á landi. Þetta sést nokkuð vel á kortinu hér að neðan. Það er evrópureiknimiðstöðin sem spáir um ástandið í 500 hPa og þykktina síðdegis á miðvikudaginn kemur (3. júní).

w-blogg020615a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - þykkt er sýnd með litum. Við viljum helst vera í gulum eða brúnum litum að sumarlagi - kannski aðeins of snemmt að heimta slíkt snemma í júní - en samt. Langt er í sumarylinn og við sjáum af samlegu þykktar og hæðar að harla lítið er að gerast. 

Sérlega kalt er fyrir sunnan land - þar er löng háloftabylgja á hægri hreyfingu í austurátt - býr til helgarnorðaustanáttina hjá okkur - sé að marka spár. Allmikil hæð er rétt utan við kortið við Norður-Grænland og teygir sig í átt til okkar - en á víst að hörfa aftur - enda litla bót til hennar að sækja.

Við þökkum þó fyrir að sleppa við bláa litinn - svo lengi sem það varir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 48
 • Sl. sólarhring: 92
 • Sl. viku: 1589
 • Frá upphafi: 2356046

Annað

 • Innlit í dag: 44
 • Innlit sl. viku: 1474
 • Gestir í dag: 42
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband