Vestanloft - vestanloft - vestanloft

Það virðist vera lítið framboð á öðru en svölu vestanlofti þessa dagana. Nokkrir klukkutímar á stangli með suðlægri átt, en það gæti svosem verið kaldara.

w-blogg220515a

Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa um hádegi á laugardag, 23. maí. Þá er skammvinnur skammtur af sunnanlofti á hraðri leið austur af landinu. Þótt viðdvöl hann sé stutt er ekki útlokað að hiti fari í 17 til 19 stig - svona rétt í svip - en guli liturinn er hagstæður, þar er þykktin meiri en 5460 metrar - eins konar sumar. 

En græni liturinn ræður ríkjum - svalt á nóttum - og á daginn líka alls staðar þar sem skýjað er. Háloftalægðin vestur af landinu fer hratt hjá líka  - skammvinn norðanátt fylgir - ef til vill með slyddu og snjó á heiðum nyrðra á aðfaranótt mánudags (eða svo er sagt). Lægðin verður svo rétt farin hjá þegar sú næsta tekur við - hún er hér vestast á kortinu. Kemur á þriðjudag - svo gætu komið tveir norðanáttardagar eða svo - vonandi ekki meir - því lengri tíma þarf til að ná í alvörukulda - vestansvalinn er alveg nógu kaldur. 

Hlýinda er vart að vænta fyrr en síðar - segir evrópureiknimiðstöðin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.8.): 68
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1543
  • Frá upphafi: 2491843

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1394
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband