Svalt loft að vestan

Nú undir kvöld (mánudag 18. maí) sló fallegum blikubakka upp á vesturloftið við Faxaflóa - hann er forboði þykkari skýjabakka og úrkomu síðdegis á morgun (þriðjudag) eða annað kvöld. Lægðarmiðjan sjálf er enn vestan Grænlands þar sem mjög kalt loft úr vestri hefur komið upp að ströndinni. Í Nuuk og víðar þar um slóðir var hríðarbylur og frost í dag.

Eins og oftast stíflar Grænland framrás kaldasta loftsins en nokkuð sleppur samt yfir jökulinn og kemur hér við sögu á miðvikudag og fimmtudag. Þótt kuldinn sé ekki mjög mikill gætu þessir dagar samt orðið mjög hráslagalegir miðað við árstíma. 

Kortið að neðan gildir síðdegis á miðvikudag (20. maí).

w-blogg190515a

Meginúrkomusvæði lægðarinnar er hér við Vesturland. Við sjáum -5 stiga jafnhitalínu 850 hPa-flatarins yfir landinu. Hún vísar oft á mörk á milli snjókomu og rigningar. Við sjáum líka að aðalkuldinn (handan -10 stiga jafnhitalínunnar) er stíflaður vestan Grænlands. 

Svo verður víst skammvinn norðanátt á föstudag og síðan koma lægðirnar á færibandi, evrópureiknimiðstöðin talar um lægð á laugardag aðra á mánudag og enn aðra á miðvikudag - það er á tveggja daga fresti. Það er helst að einhverra hlýinda gæti norðaustan- og austanlands rétt í svip þegar lægðirnar fara hjá - en að öðru leyti verði heldur svalt í veðri hér á landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.8.): 9
 • Sl. sólarhring: 708
 • Sl. viku: 2774
 • Frá upphafi: 1953717

Annað

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 2440
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband