Hvorki né - vika?

Eftir kuldakastið mikla - og þriðja lægsta loftþrýsting maímánaðar á Íslandi blasir við tíðindalítil veðurvika. Ekki þó tíðindalaus - veðrið er það aldrei - því fleiri en ein lægð á að fara hjá og gert er ráð fyrir að norðlægar og suðlægar vindáttir skiptist á. 

Kortið hér að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting og hita í 850 hPa-fletinum næstu tíu daga (16. til 26. maí). 

w-blogg170515a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar. Þrýstingur verður að jafnaði lægstur fyrir vestan land - en lægðardrag yfir landinu. Þetta gefur til kynna frekar grámyglulegt veðurlag lengst af. Strikalínurnar sýna hita í 850 hPa, það er -4 línan sem snertir Vestfirði og -2 jafnhitalínan er skammt fyrir suðvestan land. Ekki er það hlýtt.

Litafletirnir sýna hitavik í 850 hPa og þrátt fyrir að okkur finnist hitinn ekki hár er hann samt ekki fjarri meðallagi maímánaðar áranna 1981 til 2010. Sjá má töluna -1,3 þar sem vikið er mest vestan við land. 

Sá kuldi sem nær til landsins segir spáin að komi úr vestri - en ekki norðri eins og verið hefur að undanförnu. Úrkomu fáum við víðast hvar á landinu því margar lægðir fara hjá þessa tíu daga - gangi spáin eftir.

Hvorki né - miðað við öfgakennt ástand að undanförnu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 150
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1255
  • Frá upphafi: 2455981

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 1144
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband