Sjöundi maí

Þar sem fjasbókarfærsla hungurdiska var óvenju ítarleg að þessu sinni telur ritstjórinn rétt að hleypa henni líka yfir í bloggdeildina. Flest er í bústnum símskeytastíl. 

Fimmtudagurinn 7. maí varð kaldasti dagur mánaðarins til þessa, landsmeðalhiti í byggð (lhb) reiknaðist -1,63 stig og er það -6,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára, kaldasti 7. maí frá upphafi sjálfvirka kerfisins (1996). Við vitum um nokkra kaldari almanaksbræður í fortíðinni, kaldastur síðustu 67 ára var sami dagur 1980 með meðaltalið -2,64 stig. Lágmarksdægurmetin urðu 117 í dag á sjálfvirku stöðvunum og sjö á þeim mönnuðu - sem er óvenjumikið.

Eins og í gær var sólarhringslágmarkshitinn neðan frostmarks á öllum stöðvum nema einni og frost var allan sólarhringinn á 30 stöðvum í byggð - og hafa ekki verið fleiri sama sólarhringinn í mánuðinum.

Svo sýnist sem að landsdægurlágmörk hafi nú verið slegin tvisvar í mánuðinum, þann 3. og 6., í Veiðivatnahrauni í báðum tilvikum - en tölurnar bíða staðfestingar.

Á lista yfir vik frá meðallagi síðustu tíu ára má sjá að „hlýjast“ að tiltölu á landinu er nú á Gjögurflugvelli þar sem hitinn er -3,52 stigum undir meðallaginu, en kaldast að tiltölu hefur verið í Veiðivatnahrauni og hitinn -8,24 stig undir meðallagi. Það er áberandi hversu kalt (að tiltölu) hefur verið á hálendinu - lengst frá hinum mildandi áhrifum hafsins.

Nú er svo komið að aðeins fjórir maímánuðir hafa byrjað kaldari síðustu 67 árin í Reykjavík og þrír á Akureyri og Dalatanga, og á langa listanum í Stykkishólmi eru það 25 (af 169)sem hafa byrjað kaldari.

Ritstjórinn reiknar (til gamans) alltaf út stöðu meðaltals hámarks- og lágmarkshita í Reykjavík og ber saman við meðaltal sömu stika allt aftur til 1870 - því miður vantar nokkur ár í samanburðinn. Stundum munar töluverðu á þessari gerð meðaltala og þeirri hefðbundnu - en dagurinn í dag var í 123. hlýjasta sæti af 139 sætum almanaksbræðra og mánuðurinn í 122. sæti af 139.

Meðalvindhraði í byggðum landsins var 6,7 m/s - sá mesti í mánuðinum til þessa.

Nú má fara að gefa þurrkum gaum - alla vega er gróðureldahætta orðin veruleg. Úrkoma hefur hvergi verið að ráði nema allra austast á landinu, Hánefsstaðir við Seyðisfjörð sitja með mesta úrkomu, síðan Dalatangi og Neskaupstaður.

Sólskinsstundirnar mældust 16,0 í Reykjavík í dag - rétt við dægurmetið - það er 16,1 og sólskinsstundir mánaðarins eru nú orðnar 106,4, nærri tíu fleiri en mest hefur verið sömu daga í maí áður (1924, 1931 og 1958).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með global warming,ég sem var rétt að vona að það væri að það væri raunin, en svo bregðast tré sem önnur krosstré, aldrei verið kaldara. fodes caralho esta merda

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 23:28

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Eitt vorhret á Íslandi segir ekkert nú um hnattræna hlýnun frekar en venjulega.

Trausti Jónsson, 9.5.2015 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 357
 • Sl. sólarhring: 362
 • Sl. viku: 1903
 • Frá upphafi: 2355750

Annað

 • Innlit í dag: 333
 • Innlit sl. viku: 1757
 • Gestir í dag: 313
 • IP-tölur í dag: 312

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband