7.5.2015 | 02:27
Yfir Norðuríshafi
Kuldinn þessa dagana á uppruna sinn í Norðuríshafi. Þegar hlýna tekur á vorin gerist það fyrst yfir meginlöndunum og hinir stóru kuldapollar vetrarins hörfa til norðurs og setjast gjarnan að yfir Norðuríshafi. Þar skjóta þeir öngum í ýmsar tilviljanakenndar áttir - og svo vill til að þessa dagana liggur einn anginn til okkar.
Þetta sýnir kortið hér að neðan.
Ísland er alveg neðst á myndinni - en norðurskautið nærri miðju. Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa síðdegis á laugardag (9. maí) að mati bandaríska líkansins gfs. Litir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs.
Meginkuldapollurinn er rétt við norðurskautið - þar er vetrarkalt í miðju, smáblettur þar sem þykktin er enn undir 4980 metrum. Þrír kuldaangar liggja út frá miðju kuldapollsins - einn í átt til okkar, annar suður um Hudsonflóa og sá þriðji og öflugasti í átt til austurhluta Síberíu (er að hluta til utan við kortið).
Breytingar eru hægar - jafnhæðarlínur gisnar og fátt til bjargar. Það tekur tíma að búa til hlýjan hæðarhrygg sem beinir hlýju lofti í átt til landsins. Meiri von er til þess að eitthvert lægðardraganna stuggi við kaldasta loftinu - og við lendum á mörkum bláu og grænu litanna - það er ekki gott en þó talsvert skárra en ástandið síðustu vikuna.
Annar möguleiki er að meginkuldapollurinn fari á stjá - til þess þarf þó að aflaga hann eitthvað - þá gæti hann breytt lægðardraga og hæðarhryggjamynstrinu sem hefur verið alveg fastlæst að undanförnu. - En fari pollurinn á hreyfingu fer af stað eins konar rússnesk rúlletta - við viljum alla vega ekki fá hann eða frekari útskot úr honum til okkar -.
Þeir sem nenna að fletta í gegnum froðuna geta fundið tölulega smámola um kuldakastið á fjasbókarsíðu hungurdiska - .
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:40 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 24
- Sl. sólarhring: 250
- Sl. viku: 1819
- Frá upphafi: 2412839
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 1622
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
las athugsemd þína of seind fanst hún góð. en bætir ekki skap mit þetað var viðbúið eftir því hvernig veturin þróaðist. hjátrúin hafði rétt fyrir sér með veturin irði úrkomusamur svo við skulum vona að sumardagurin fyrsti rætist líka. alveg merkilegt hve hátrúin hefur oft rétt fyrir sér. en þettað er svo sem ekkert óvenjulegur maí en sem komið er einhverntíman hlaut kuldin að koma híngað. þó ég vonaði að timabilð myndi ná heilum hríng úr því sem komið var. það er víst eins með stjórnmál og veður bæði stórfurðuleg fyrirbæri. þó held ég að veðrið sé fyrirsjánlegra fyrir góða greinendur. því ég trúi á að það sé regla á veðrinu það þarf bara að fynna þá reglu því er gott að skrá sem mest niður fyrir komandi veðurfræðínga.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.