Hægar breytingar

Hér má sjá 500 hPa norðurhvelsspákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á hádegi á föstudag. Ísland er rétt neðan við miðja mynd - umkringt bláum litum eins og að undanförnu.

w-ecm05_nhem_gh500_gh500-1000_2015042912_048

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því hvassara er í fletinum. Þykktin er sýnd í lit - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því minni sem hún er því kaldara er loftið. Mörkin milli grænu og bláu litanna eru við 5280 metra - við eigum með réttu að vera á græna svæðinu á þessum árstíma - en erum vel inni í því bláa. Það er 5160 metra þykkt sem skiptir á milli blárra lita við landið norðanvert. Frost fylgir þeirri þykkt.

Jafnhæðarlínur eru mjög gisnar við Ísland og vindur því hægur uppi. Litaborðarnir fylgja hæðarlínunum nokkurn veginn á okkar slóðum og breytingar því ekki miklar.

Kuldapollar eru orðnir mun veigaminni en fyrr í mánuðinum. Sá mesti er við Vestur-Grænland. Hann er leifar af stóra pollinum sem fór hér hjá skammt fyrir norðvestan land um helgina, eftir smáhvíld vestan Grænlands þokast hann nú til suðsuðausturs - nær ekki hingað í bili að minnsta kosti - en gæti rótað ívíð hlýrra lofti í átt til okkar þegar hringrás hans er komin vel suður fyrir Grænland. En það er langt í almennilega hlýtt loft - við viljum helst komast í hlýjasta græna litinn eða jafnvel í þann gula (sá síðarnefndi tilheyrir sumrinu - en kemur stundum við sögu í maímánuði). Slíku er ekki spáð næstu tíu daga - þótt allt sé heldur á uppleið. 

En leiðin liggur til sumars - þrátt fyrir að hún sé krókótt í ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband