Norðanáttin gengur niður (að nafninu til)

Nú er snarpasta norðanáttin um það bil að ganga niður - en samt verður kalt áfram. Þar sem sólar nýtur verður þó hægt að sitja sunnan undir vegg yfir miðjan daginn og horfa á smáfuglana án þess að vera í fjallagalla. 

En sólin er ekki endilega gefin - kalda loftið í kringum landið býr til smálægðir í samvinnu við sjó og óráðið þrýstisvið. Lægðunum fylgja ský eins og vera ber og vel gæti snjóað á stöku stað, t.d. virðast líkur á slíkri úrkomu sums staðar sunnanlands næstu tvo til þrjá daga. Alla vega skyldi enginn verða hissa á slíku. Líkurnar eru minni um landið vestanvert - þó ekki engar.

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum síðdegis á morgun (miðvikudaginn 29. apríl - og er fengin úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg290415a

Myndarleg hæð er yfir Grænlandi - og enn er nokkur norðanátt fyrir austan land. Þetta er kort af því tagi sem maður myndi draga upp til að sýna dæmigert veður á hörpu - árstíð norðanáttarinnar. 

Ef vel er rýnt í kortið má sjá úrkomuslæður á sveimi í námunda við landið - þetta eru áðurtilteknir úrkomubakkar og smálægðir. Hitinn er ekki hár, -10° jafnhitalínan liggur um landið - nokkrum stigum undir meðalagi. Svo er ekki mjög langt í -15 stiga línuna norður í hafi - við viljum helst sleppa við að fá hana aftur og þegar þetta er skrifað eru spár helst á því að hún hörfi smám saman.

Lægðasvæðið langt suður í hafi er í framsókn þótt hægt gangi - hugsanleg hingaðkoma þess er eina vonin sem stendur um eitthvað hlýrra veður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 229
 • Sl. sólarhring: 390
 • Sl. viku: 1545
 • Frá upphafi: 2350014

Annað

 • Innlit í dag: 202
 • Innlit sl. viku: 1405
 • Gestir í dag: 199
 • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband