Ólíkir vetur - hvað snjóalög varðar

Ólíkir eru þeir bræður veturnir 2013 til 2014 og 2014 til 2015. Fyrri veturinn snjóaði gríðarmikið í fjöll á Norður- og Austurlandi - en svo hlýtt var að snjólítið var í lág- og útsveitum. Í vetur virðist hins vegar hafa snjóað meira í fjöll um landið sunnan- og vestanvert. Þótt veður hafi verið nokkuð svalara í vetur en í fyrra gætir þess lítt í snjóalögum víðast hvar á landinu - ekki þó alls staðar. Á vef Veðurstofunnar má á hverjum degi finna kort sem sýna snjódýpt á veðurstöðvum.

En það er gaman að líta á það hvernig sýndarsnjór harmonie-líkansins sýnir muninn á vetrunum tveimur. Kortið er nokkuð litskrúðugt, en skýrist sé horft á það um stund (og enn meir sé það stækkað).

w-blogg060315a

Litatónar úr frá gráu um hvítt yfir í fjólublátt og blátt sýna svæði þar sem sýndarsnjór er meiri í ár en í fyrra. Tónar úr sandgulu yfir í brúnt og þaðan í grænt sýna minni snjó í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Hafa verður í huga að nánast snjólaust var þennan dag í útsveitum á Norðausturlandi í fyrra - en nú er þar lítilsháttar snjór. 

En það sem sést fljótlega er að mun meiri snjór enn í fyrra er nú á fjöllum og jöklum sunnan í móti á landinu. Sömuleiðis á vesturhluta Vestfjarða. Aftur á móti er mun minni snjór á fjöllum á landinu norðan- og austanverðu heldur en í fyrra - sömuleiðis á norðanverðum Vestfjörðum - og allt suður á fjalllendið í kringum Gilsfjörð. Takið einnig eftir því að minni snjór virðist vera norðaustan við Mýrdalsjökul heldur en á sama tíma í fyrra - þar er líka eins konar skuggi fyrir suðvestanáttinni rétt eins og um landið norðaustanvert. 

Kortið sýnir vel hvernig ríkjandi vindáttir hafa áhrif á snjóalögin. Veturinn 2013 til 2014 var einn mesti austanáttavetur allra tíma - en sá núlíðandi hefur verið nær meðallagi - eða jafnvel í suðvestlægari kantinum. - Ætlunin er að líta á það mál síðar hér á hungurdiskum. 

En veturinn er ekki búinn. Snjór er að jafnaði ekki í hámarki á hálendinu í venjulegu árferði fyrr en seint í apríl - og enn síðar á hærri fjöllum og jöklum. Enn á eftir að bæta á snjó - hvort það verður í áframhaldandi vestlægum áttum eða þá í hefðbundnari norðaustanátt vitum við ekki. En það er ótrúlegt hvað mikið bráðnar á þeim stutta tíma sem sumarið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 1640
  • Frá upphafi: 2350917

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1437
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband