Ţurrt loft

Loft var óvenjuţurrt vestanlands í dag (fimmtudaginn 12. febrúar). Rakamćlingar eru ađ vísu ónákvćmar - og sérlega ónákvćmar í miklu frosti. Á sjálfvirkum mćli á Hafnarmelum fór daggarmarkiđ niđur í -29,6 stig - og í Reykjavík lćgst niđur í -18,8 stig. Í raun og veru er nákvćmni mćlinganna ekki mikil - og viđ trúum ţeim varlega - rakamćlirinn á Hafnarmelum sýndi lćgst 10 prósent raka - varla líklegt, - en rétt rúm 30 prósent í Reykjavík - sem gćti veriđ nćrri lagi. 

Vćntanlega hefur víđa veriđ ţurrt innandyra - jafnvel óţćgilega. Gamall rakamćlir í stofu ritstjóra hungurdiska fór ţó ekki neđar er 30 prósent - raunverulega hefur rakastigiđ veriđ nokkru lćgra. Fyrir mörgum árum fór sami mćlir niđur í 16 prósent - í miklu frosti og sólskini í mars - en ţá var hann ungur og sprćkur - en ekki stirđur og gamall - og ritstjórinn yngri en hann er nú.

Venjulega er rakamćlingum ekki mikill gaumur gefin - og ţurrkurinn í dag hefđi e.t.v. fariđ ađ mestu fram hjá ritstjóranum hefđi honum ekki veriđ spáđ og ţađ mjög greinilega.

Kortiđ hér ađ neđan sýnir rakastig eins og harmonie-líkan Veđurstofunnar vildi hafa ţađ kl. 21 nú í kvöld (fimmtudag).

w-blogg130215a

Gulu og brúnu litirnir sýna lágt rakastig. Lćgsta talan sem ritstjórinn finnur er 16 prósent - ekki langt frá Grindavík. Mćlir vegagerđarinnar viđ Festarfjall sýndi 18 prósent kl. 19. Kannski er bara nokkuđ vit í mćlingunni ţegar allt kemur til alls?

Líkaniđ segir ađ enn ţurrara sé uppi í 925 hPa-fletinu í um 700 metra hćđ yfir sjávarmáli. Ţađ álit má sjá á kortinu hér ađ neđan.

w-blogg130215b

Dekksti gulbrúni liturinn sýnir hvar raki er minni en 10 prósent. Nokkuđ ótrúlegt? 

Ţegar ţurrt loft birtist er ţađ oftast vegna niđurstreymis úr efri lögum. Viđ getum ekki fylgt ţví máli eftir hér ađ öđru leyti en ţví ađ líta á lóđréttar hreyfingar lofts í 700 hPa á sama tíma - kl. 21 fimmtudagskvöldiđ 12. febrúar - í bođi evrópureiknimiđstöđvarinnar. 

w-blogg130215c

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsţrýsting, hefđbundnar vindörvar sýna vindátt og vindhrađa í 700 hPa-fletium (í um 3 km hćđ). Litirnir sýna ţrýstilóđstreymi. Bláu litirnir sýna uppstreymi - en ţeir brúnu niđurstreymi. Mćlieiningin er harla framandleg ,Pa/s, - pasköl á sekúndu. Í uppstreymi verđur loft fyrir ţrýstilćkkun - ţess vegna eru bláu tölurnar negatífar - en í niđurstreymi öfugt. Talan 10 Pa/s er ekki fjarri 1 m/s upp- eđa niđurstreymi. 

Yfir landinu er mjög stórt svćđi ţar sem öflugt niđurstreymi er ríkjandi, um 0,1 m/s (já ţađ er mikiđ). Í niđurstreyminu hćkkar hiti og ţar sem rakainnihald breytist ekki hlýtur rakastigiđ ađ lćkka. 

Međ ţví ađ rýna í kortiđ má e.t.v. finna ástćđu niđurstreymisins - og gćtu djarfir lesendur reynt ţađ - en viđ látum slíkar ćfingar alveg eiga sig ađ ţessu sinni - enda yrđi um getgátur ađ rćđa - og klukkan orđin allt of margt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 186
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 3678
  • Frá upphafi: 2430725

Annađ

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 3019
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband